Söluauglýsing: 1033470

Baugholt 13

230 Reykjanesbær

Verð

139.400.000

Stærð

398.3

Fermetraverð

349.987 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

87.700.000

Fasteignasala

RE/MAX

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 21 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Remax og Karl Lúðvíksson kynna í einkasölu glæsilegt 398 fm einbýli í einu eftirsóttasta hverfi Reykjanesbæjar. Baugholt 13 er vel skipulagt og gott fjölskylduhús með aukaíbúð, sundlaug í garðinum, góðri lóð og er í alla staði góð eign sem hefur verið vel við haldið og mikið endurnýjuð. Eignin skiptist í aðalíbúð sem er öll efrihæðin og hluti neðri hæðar og síðan er góð íbúð á neðri hæð að auki. Allar nánari upplýsingar veitir Karl Lúðvíksson í s: 663-6700 eða á [email protected]

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA 3-D AF EFRI HÆÐ OG NEÐRI HÆÐ.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA 3-D AF AUKAÍBÚÐ.

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT STRAX.


Nánari lýsing efri hæð:
Anddyri: Gott anddyri með stórum fataskápum og úr anddyri er innangengt í stóran og loftháann bílskúr. Flotað gólf.
Stofa: Stór, opin og björt stofa með stórum gluggum, glæsilegur arin og útgengt út á sólpall þar sem er útisundlaug. Gengið er niður í neðri hæð eignarinnar niður stiga úr stofu. Flotað gólf.
Eldhús: Stórt og bjart eldhús með einstaklega fallegri hvítri innréttingu, gott skápapláss, gaseldavél og gufugleypi. Stórt borðhorn. Flotað gólf.
Þvottahús: Gott þvottahús með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara. Flísa á gólfi. Útgengt út á svalir.
Barnaherbergi: Var áður tvö lítil herbergi en er núna eitt stórt. Flotað gólf
Hjónaherbergi: Gott bjart herbergi, góðir fataskápar á rými með smá upphækkun sem setur skemmtilegan svip á rýmið. Flotað gólf.
Baðherbergi: Glæislegt baðherbergi með frístandandi baði opinni sturtu, góðri innréttingu, flísar á gólfi og veggjum, upphengt salerni, góðir skápar.

Neðri hæð: 
Gengið niður stiga úr stofunni og inn af þessu rými er lagnaherbergi.
Sjónvarpsherbergi: Frábært rými fyrir bíóherbergi. Hækkun og þrep setja skemmtilegan svip á rýmið.
Barnaherbergi: Stórt herbergi, ekki full lofthæð, flotað gólf. Hægt að gera að tveimur herbergjum.

Aukaíbúð:
Anddyri: Gott anddyri með skápum, flotað gólf.
Eldhús: Nýlegt eldhús með góðri innréttingu, góðum tækjum og góðum borðkrók. Flotað gólf.
Barnaherbergi: Mjög gott barnaherbergi, flotað gólf.
Sjónvarpshorn: Passlegt fyrir stórann sófa og stórt sjónvarp, flotað gólf.
Hjónaherbergi: Sórt herbergi, hægt að skipta upp í tvö rými. Flotað gólf.
Þvottahús: Stórt þvottahús, flotað gólf.
Baðherbergi: Mjög flott baðherbergi sem nýlega var tekið í gegn. Baðkar, stór sturtuklefi, upphengt salerni og smekkleg innrétting með vaski. Flísar í sturtu, gólfi og hluta af vegg.



Framkvæmdir á vegum seljanda:
2014: Málað að innan, skrautsúlur fjarlægðar, rafmagn yfirfarið, skipt um slökkvara og innstungur, dimmer á mörg ljós. Loft á herbergisgangi tekið niður, innfeld lýsing
2015: Baðherbergi efrihæð flísalagt, tæki frá Tengi, hiti í gólfi, niðurtekin loft með lýsingu, dimmer
2016: Þvottahús efri hæð, flísalagt og skipt um innréttingu
2017: Ofnakerfi sett í allt húsið, ný hitaveitugrind með lokuðu kerfi
2018: Hús málað að utan, sundlaug epoxymáluð 
2019: Skipt um járn á þaki, fremri hluti þakkants endurnýjaður og rennur endurnýjaðar 
2020: Baðherbergi neðri hæðar flísalagt, skipt um baðkar og innréttingu, Rafmagn endurnýjað í útleiguíbúð, rofar, tenglar og ný rafmagnstafla. 
2021: Skipt um botnstykki í gluggum á vestur og suðurhlið efrihæðar, gler endurnýjuð á baðherbergi uppi. 
 
Lagnir í plasti og eir, skólp í plasti (búið að mynda frárennsli og skólp) 

Hægt er að opna aftur fyrir stiga milli aukaíbúðar og hæðar en hann er staðsettur í horni þar sem stofa og svefnherbergisgangur mætast. Falskt gólf með léttri flotun felur ummerki um hann í dag en lítið mál er að opna aftur.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíðu viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því REMAX  skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband