04.05.2022 1032816

Söluskrá FastansMELÁS 3

210 Garðabær

hero

Verð

76.900.000

Stærð

134.2

Fermetraverð

573.025 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

59.150.000

Fasteignasala

Valborg

Símanúmer


Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 8 daga.


Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Valborg fasteignasala ehf kynnir bjarta og fallega 3ja-4ra herb íbúð á fyrstu hæð í tvíbýli, ásamt bílskúr. Íbúðin er með sérinngangi og því tilvalin fyrir gæludýraeigendur.  Einnig er góður lokaður sólpallur í suður.  Íbúðin er skráð 103,1 fm  og bílskúrinn skráður 31,1 fm.  Samtals er eignin því 134,2 fm.  Búið er að breyta hluta af bílskúr í lítið en smekklegt barnaherbergi með glugga, sem er þá 3ja svefnherbergið í íbúðinni.  Opið hús verður í Melás 3 fimmtudaginn 5. maí kl. 17-18.  Vinsamlegast bókið skoðun hjá [email protected].

Nánari upplýsingar veitir Elvar Guðjónsson viðskfr og löggiltur fasteignasali, í síma 8954000, tölvupóstur [email protected].

Nánari lýsing:
Gengið er inn í flísalagða forstofu með flísum á gólfum. Mikið skápapláss. 
Þar er innangegnt bæði í sér flísalagt þvottahús og einnig í barnaherbergi sem búið er að útbúa úr hluta af bílskúrnum.  Og einnig er innangegnt úr forstofunni í bílskúrinn sjálfan.
Úr forstofunni er síðan gengið inn í íbúðina sjálfa, en þar er gengið inn í annað rúmgott barnaherbergi og þar innaf er hjónaherbergið með góðu skápaplássi.  Fallegt nýlegt harðparket er á gólfum svefnherbergja.
Stofan er björt og rúmgóð með útgengi á lokaðan skjólgóðan ca 40 fm viðar sólpall í suður sem byggður var 2016.  Einnig aðgengi í sameiginlegan ræktaðan skjólgóðan garð 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni og sturtuklefa og góðri  baðinnréttingu.
Eldhús er stórt og rúmgott, með flísalögðu gólfi og nýlegum eldhústækjum. Eldhúsið var að mestu endurnýjað að sögn seljanda árið 2017.
Bílskúr: Með heitu og köldu vatni. og hita og rafmagni.
Annað: Gluggar og gler voru endurnýjaðir í íbúðinni fyrir nokkrum árum síðan að sögn seljenda.
Sér bílastæði er fyrir framan bílskúrinn og eins er pláss fyrir bifreið í skúrnum sjálfum þrátt fyrir að búið sé að taka hluta hans undir barnaherb.

Mjög góð staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.


Eignin Melás 3 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 207-1848, birt stærð 134.2 fm.





Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til
seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
134

Fasteignamat 2025

82.900.000 kr.

Fasteignamat 2024

83.650.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
234

Fasteignamat 2025

122.700.000 kr.

Fasteignamat 2024

122.650.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband