19.03.2022 1028037

Söluskrá FastansLyngás 1

210 Garðabær

hero

31 myndir

75.500.000

768.057 kr. / m²

19.03.2022 - 6 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 25.03.2022

3

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

98.3

Fermetrar

Fasteignasala

Fasteignasalan TORG

[email protected]
898-3326
Kjallari
Verönd
Geymsla
Hleðslustöð

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

* Opið hús í Lyngási 1E, íbúð 105, þriðjudag 22.mars frá kl.17:00-17:30.  Eignin verður ekki sýnd fyrr en í opnu húsi. Verið velkomin!*
Fasteignasalan TORG kynnir:
 Vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi og bílastæði í bílakjallara með möguleika á að setja rafmagnshleðslustöð. Rúmlega 40 fm lokuð timburverönd með útgengi út í sameiginlegan garð.  Allar upplýsingar gefur Dórothea E. Jóhannsdóttir fasteignasali í gsm: 898-3326, [email protected].


Heildarstærð eignarinnar samkvæmt þjóðskrá er 98,3 fm sem skiptist þannig: Íbúð er 90,3fm, sérgeymsla í sameign er 8,0 fm.
Eignin skiptist í: Forstofu, gang, eldhús-borðstofu, stofu, baðherbergi með sturtu og þvottaaðstöðu ásamt þremur svefnherbergjum með fataskáp. Gólfefni er flæðandi harðparket og flísar. Innréttingar frá Axis og eldhústæki frá AEG.
Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu með innbyggðum fataskáp. Tvö góð svefnherbergi frá gangi með fataskáp. Rúmgott baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf með hvítri innréttingu með vaski og stórum spegli fyrir ofan. Upphengt salerni og handklæðaofn. Hvít innrétting fyrir þvottavél og þurrkara. Við tekur alrými eldhúss, borðstofu og stofu.  Eldhús er með hvítri innréttingu i U með áfastri rúmgóðri eyju þar sem hægt er að hafa barstóla. Viðbót við eyju með svörtum ramma og viðarborði fylgir með. Innbyggður ísskápur með frysti og innbyggð uppþvottavél. Keramikhelluborð með svörtum háfi fyrir ofan og ofn í vinnuhæð. Fyrir ofan ofn er gert ráð fyrir örbylgjuofni.  Frá alrými er gengið inn í rúmgott hjónaherbergi með fataskápum. Útgengi er frá stofu út á rúmgóða lokaða timburverönd með lýsingu og innstungum. Áfast borð við vegg á verönd fylgir með. Sérgeymsla er í sameign í kjallara ásamt sameiginlegri hjóla-og vagnageymslu. Bílastæði fylgir með í lokaðri og upphitaðri bílageymslu. Rafmagnstengi við  bílastæði tilbúið fyrir rafmagnshleðslustöð.  Keyrt er inn í bílakjallarann ofan við íbúðarkjarnann við Lyngásinn.
Hér er um að ræða frábæra staðsetningu í Garðabæ þar sem stutt er í leikskóla, grunnskóla, íþrótta-og sundaðstöðu við Ásgarð sem og í flesta þjónustu. Góðar almenningssamgöngur í göngufæri. Allar upplýsingar gefur Dórothea E. Jóhannsdóttir fasteignasali í gsm: 898-3326, [email protected].
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. TORG fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. 
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða  1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um kr. 50.000.-
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 65.000,- með vsk.



 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Ekki tókst að sækja fleiri auglýsingar

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

020101

Lyngás spst á 1. hæð
28

Fasteignamat 2025

10.675.000 kr.

Fasteignamat 2024

10.095.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband