Söluauglýsing: 1027701

Bleikjulækur 9

800 Selfoss

Verð

104.900.000

Stærð

184.3

Fermetraverð

569.181 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

66.650.000

Fasteignasala

Eignatorg

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 7 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Eignatorg kynnir: Nýtt á skrá - Veglegt og vandað fullfrágengið einbýlishús með 5 rúmgóðum svefnherbergjum og innangengt í bílskúr. Stór og sólrík hornlóð í rólegu hverfi, leikvöllur í götunni. Stór aflokaður sólpallur með háum skjólveggjum og heitum potti. 15 fm garðhús/geymsla. Húsið er byggt 2019 og klárað í febrúar 2020. Timburhús klætt með litaðri báru og standandi timburklæðningu. Gluggar ál/tré.  Viðhaldslétt hús.

Skv. skráningu Þjóðskrár er íbúðarhlutinn 134,5 fm og bílskúrinn 49,8 fm. Samtals er eignin því skráð 184,3 fm.

Nánari lýsing:
Forstofa og gangur/hol: Í forstofu er stór fataskápur og flísalögð gólf. Gengið er í gegnum millihurð inn á bjartan gang með parketi, sjálfvirk næturljós eru á gangi.
Eldhús: Innrétting er hvít/háglans með miklu skápaplássi. Vönduð Whirlpool 6th sense tæki þ.e ofn, combi ofn, uppþvottavél og glæsilegt 80 cm spanhelluborð á stórri eyju. Gert er ráð fyrir auka frysti eða vínkæli í innréttingu.
Baðherbergi: Sérlega rúmgott með flísum á gólfi, upphengdu salerni og handklæða ofni. Vönduð innrétting og stór “walk in” sturta með innfelldum blöndunartækjum. Við sturtu er hurð þar sem gengið er beint út á sólpall og að heitum potti.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og stór fataskápur með spegli. Tvö lesljós, dimmanleg loftljós og tengi fyrir sjónvarp.
Þrjú svefnherbergi: Herbergin eru öll rúmgóð, í þeim eru fataskápar og tengi fyrir sjónvarp.
Stofa: Björt með gólfsíðum gluggum og rennihurð þar sem gengið er út á stórann, aflokaðan sólpall. Þar er glæsilegur hitaveitu pottur með digital stýringu.
Bílskúr: Gönguhurð með glugga ásamt fjarstýrðri innkeyrsluhurð. Gólf er epoxý málað í ljósum lit og led lýsing í lofti. Ofan við bílskúr er stórt geymsluloft með niðurfellanlegum stiga.
Auka herbergi: Innst í bílskúr er fimmta svefnherbergið með parketi á gólfum, stórum fataskáp og hurð út á baklóð.
Lóð: Bílaplanið er mjög stórt, í því og meðfram bílskúr er möl en, annars er lóðin þökulögð. Á baklóð er 15 fm garðhús þar sem búið er að leggja inn rafmagn.
Annað: Gólfhiti með digital hitastillum í öllum rýmum og forhitari á neysluvatni (í krönum er þá heitt ferskvatn). Loft íbúðar eru klædd með fallegum loftaþiljum og með innfelldri lýsingu. Á gólfum eru flísar og harðparket. Í öllum rýmum eru samtengdir reykskynjarar.

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 0 - 85.000.- Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
78.900.000 kr.184.30 428.106 kr./m²234046503.05.2021

97.500.000 kr.184.30 529.029 kr./m²234046515.07.2022

100.000.000 kr.184.30 542.594 kr./m²234046505.06.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Verðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Byggir á kaupsamningum sem deila heimilsfangi og stærð

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Auglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
6 skráningar
99.900.000 kr.542.051 kr./m²26.02.2024 - 08.03.2024
15 skráningar
101.900.000 kr.552.903 kr./m²12.08.2023 - 01.09.2023
1 skráningar
96.500.000 kr.523.603 kr./m²06.06.2022 - 17.06.2022
1 skráningar
Tilboð-28.04.2022 - 10.06.2022
1 skráningar
99.700.000 kr.540.966 kr./m²01.04.2022 - 29.04.2022
1 skráningar
107.200.000 kr.581.660 kr./m²19.03.2022 - 08.04.2022
1 skráningar
104.900.000 kr.569.181 kr./m²17.03.2022 - 25.03.2022
1 skráningar
105.000.000 kr.569.723 kr./m²12.03.2022 - 18.03.2022
1 skráningar
78.900.000 kr.428.106 kr./m²31.03.2021 - 21.04.2021
3 skráningar
79.800.000 kr.432.990 kr./m²10.02.2021 - 23.02.2021
1 skráningar
78.500.000 kr.425.936 kr./m²21.01.2021 - 12.02.2021

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 32 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband