Söluauglýsing: 1026551

Lindahraun 6

810 Hveragerði

Verð

89.900.000

Stærð

179.1

Fermetraverð

501.954 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

7.610.000

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 16 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

ALDA fasteignasala kynnir í einkasölu einstaklega glæsilegt, 179.1m2, 4-5 herbergja einbýlishús á einni hæð við Lindahraun 6 í Hveragerði. Húsnæðið afhendist fullbúið án gólfefna, votrými flísalögð, með grófjafnaðri lóð og verður tilbúið til afhendingar í Febrúar 2023.

ATH: Myndir meðfylgjandi eignar eru úr nánast alveg eins eign.

Gólfhitalagnir verða ísteyptar í gólfplötu, ofn í bílskúr og handklæðaofnar á böðum. Loftræsikerfi verður í húsinu með útsog úr rakarýmum og innöndun í önnur rými. Innréttingar verða frá HTH þ.e. eldhúsinnrétting, innrétting í þvottarhús og 2 wc, einnig fataskápar m.v. teikningu, 20 mm kvartsteinn, Technistone, verður í borðplötum nema þvottahúsi, þar verður plastlímd plata frá HTH. Hvítar innihurðir frá Birgisson með stál húnum. Gólf á baðherbergjum og þvottahúsi verða flísalögð með 60x60 flísum og 2 veggir við sturtu á stærra baðherbergi en flísalagt við baðkar á minna baðherbergi með 30x60 flísum. Hefðbundin blöndunartæki við baðkar með handbrúsum. Bílskúrskólf skilast slípað og málað með glæru/gráu epoxy. Öll hreinlætistæki frá Hans Grohe eða sambærilegt, innbyggð klósett og sturutæki, krómuð tæki. Wc inn af hjónaherbergi með baðkari, klósetti og lítilli innréttingu með vaski. Tæki í eldhúsi verða frá SMEG, bakaraofn, örbylgjuofn/ofn, 90 cm helluborð og innbyggð uppþvottarvél.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA TEIKNINGAR.

ATH: eignin er byggingarlóð í dag og er skráning skv. söluyfirliti ekki í samræmi við Þjóðskrá Íslands. Eignin afhendist skv. skilalýsingu seljanda.

Nánari lýsing:

Anddyri er með fataskáp.
Svefnherbergin eru þrjú.
Baðherbergin eru tvö, eitt inn af hjónaherbergi og annað í alrými. Bæði eru þau flísalögð, annað með baðkari og hitt með sturtu og upphengdu salerni.
Eldhús er opið og bjart með eyju, innréttingu í L, efri og neðri skápum, kvartsteinn á borðum.
Þvottahús er með flísum á gólfi og glugga.
Stofa/borðstofa myndar opið og bjart rými með aðgengi út á verönd.
Bílskúr er 36.4m2.

Allar nánari upplýsingar veitir Jón G. Sandholt jr. löggiltur fasteignasali í síma 777-2288 eða [email protected].

-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
5. Kaupandi greiðir stimpilgjald af eigninni þegar brunabótarmat liggur fyrir.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband