27.01.2022 1022548

Söluskrá FastansFagridalur 11

190 Vogar

hero

34 myndir

79.900.000

477.015 kr. / m²

27.01.2022 - 71 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 08.04.2022

3

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

167.5

Fermetrar

Fasteignasala

RE/MAX

[email protected]
861-7507
Bílskúr
Verönd

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

RE/MAX, Dagbjartur Willardsson og Ástþór Reynir Guðmundsson löggiltir  fasteignasalar kynna: Fagradal 11, Vogum fnr. 209-6377


Nánari lýsing:
Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá skrá 167,5fm og þar af bílskúr 36,3 fm. Húsið er steypt. Húsið er á einni hæð og er teiknað af Kjartani Sveinssyni. Komið er inn í forstofu og þar inn af er gestasnyrting með sturtu. Komið er úr forstofu í hol og þaðan gengið beint inn í stofu/borðstofu og svo eldhús/þvottahús. Svefnherbergisgangur er á hægri hönd með þremur svefnherbergjum og baðherbergi.

3D - SKOÐAÐU HÚSIÐ Í ÞRÍVÍDDARUPPTÖKU HÉR -  3D

FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.


Aðkoma: Steypt gangstétt að inngangi í húsið og bílaplan er hellulagt með hitalögn undir og það framkvæmt árið 2020.

Forstofa: Flísar á gólfi. Góður fataskápur.

Gestasnyrting: Flísar á gólfi. Sturta með flísalögðum botni. Salerni og handlaug með skáp undir. Opanlegur gluggi er í rýminu.

Hol: Þegar komið er inn úr forstofu er komið í hol sem tengir rými hússins saman. Flísar á gólfi.Gólfsíðir gluggar.

Stofa/borðstofa: Parket á gólfi. Stórir og síðir gluggar sem gefa góða birtu inn í rýmið.

Eldhús: Flísar á gólfi. Innrétting er hvít/viðar og með góðu skápaplássi. Flísalagt er á milli efri og neðri skápa. Helluborð. Bakaraofn frá Gram í vinnuhæð og einnig er örbylgjuofn byggður inn í innréttingu. Uppþvottavél frá Bosch getur fylgt með.

Þvottahús: Flísalagt gólf. Stór hvít innrétting með handlaug. Útgengt er úr þvottahúsi á góðan pall sem er á baklóð hússins.

Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtuaðstöðu og glerþili. Nýleg innrétting með handlaug. Handklæðaofn.

Svefnherbergi: Svefnherbergin eru þrjú og eru fataskápar í þeim öllum. Parket á gólfi í öllum svefnherbergjum.

Bílskúr: Rúmgóður bílskúr með máluðu gólfi. Búið er að endurnýja lýsingu í skúrnum og nýr hurðaopnari verður settur upp fyrir afhendingu eignarinnar. Innkeyrsla er hellulögð og með hitalögn og niðurfalli. Inngönguhurð í bílskúrinn er frá palli á baklóð. Heitt og kalt vatn og rafmagn er í skúrnum.

Lóð:   Lóðin er 725 fm vel hirt og einstaklega falleg. Árið 2014 fékk Fagridalur 11 viðurkenningu frá sveitafélaginu Vogar fyrir stílhreina, snyrtilega og vel viðhaldna lóð. Fallegir skjólveggir eru fyrir framan húsið sem setur einstaklega fallegan svip á eignina í heild. Hekk er  á lóðamörkum milli húsa. Falleg slétt grasflöt er á stærstum hluta lóðarinnar og á bak við húsið í vestur er stór timburverönd með skjólveggjum.


Húsinu hefur verið einstaklega vel haldið við og er til listi yfir framkvæmdir sem gerðar hafa verið á því frá árunum 2003-2019. Núverandi eigandi málið húsið að innan og utan árið 2020 og það ár var bílaplanið grafið upp og sett niðurfall, hitalögn og svo hellulagt yfir. Hægt væri að bæta fjórða svefnherberginu við þar sem núna er borðstofa. Húsið er vel staðsett í bænum og er ekki nema 20 mínútna akstur til Hafnarfjarðar. Skipt var um járn á þakki hússins árið 2010.


Allar nánari upplýsingar veita Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða [email protected]

Ég býð upp á frítt söluverðmat á þinni eign og veiti góða og lipra þjónustu. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
51.000.000 kr.167.50 304.478 kr./m²209637711.06.2019

77.000.000 kr.167.50 459.701 kr./m²209637719.04.2022

85.500.000 kr.167.50 510.448 kr./m²209637729.04.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
167

Fasteignamat 2025

75.850.000 kr.

Fasteignamat 2024

69.200.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband