Söluauglýsing: 1018395

Njálsgata 58b

101 Reykjavík

Verð

47.900.000

Stærð

58.4

Fermetraverð

820.205 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

38.350.000

Fasteignasala

Domusnova

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 6 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

DOMUSNOVA OG INGUNN BJÖRG KYNNA EINSTAKLEGA SJARMERANDI OG FALLEGA MIKIÐ ENDURNÝJAÐA TVEGGJA HERGERGJA NEÐRI HÆÐ Í BAKHÚSI VIÐ NJÁLSGÖTU 58B. 
Um er að ræða bjarta 58,4 fm kjallaraíbúð með sérinngangi. Þvottahús er innan íbúðar. Eignin var endurnýjuð að mestu að innan á árunum 2011-2012.  Húsið var málað að utan sumarið 2016. Garðurinn er mjög snyrtilegur snýr til suðurs og var hann gerður upp á árunum 2012-2016. Hellulögð stétt er fyrir framan íbúð. Skipt var um  jarðveg fyrir grasflöt sem er römmuð inn með hellulögn, falleg trjábeð með jarðvegsdúk og hvítum steinum,  matjurtagarður. Verönd með fallegri lýsingu í skjólvegg. 
Skemmtileg aðkoma að húsinu er um göngustíg sem liggur frá Barónssíg á milli Bergþórugötu og Njálsgötu. Einnig er aðgengi að húsinu frá Njálsgötu.  

Nánari upplýsingar veitir:

Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / [email protected]

Lýsing eignar:
Forstofa: Lakkað gólf. Fatahengi.
Eldhús: Falleg hvít innrétting með nýlegri viðarborðplötu og hillum á vegg. Helluborð og bakaraofn var nýlega endurnýjað ásamt  vaski og blöndunartækjum. Flísar á gólfi og á milli efri og neðri skápa. Hiti í gólfi. 
Stofa / borðstofa: Björt með fallegum gluggum, harðparket á gólfi , panelklæddur veggur. 
Herbergi: Bjart, með fallegu harðparketi á gólfi.
Baðherbergi: Flíslagt í hólf og gólf. Vaskur ofan á borði, handklæðaofn, sturta, upphengt salerni. Hiti í gólfi. 
Þvottahús / geymsla: Er inn af baðherbergi. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Hillur á vegg. 
Læstur geymsluskúr á lóð tilheyrir eigninni. 


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband