08.10.2021 1010240

Söluskrá FastansGrundarstígur 23

101 Reykjavík

hero

23 myndir

63.900.000

688.578 kr. / m²

08.10.2021 - 27 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 03.11.2021

1

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

92.8

Fermetrar

Fasteignasala

Heimili Fasteignasala

[email protected]
530-6500
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

 

Heimili fasteignasala, s: 530-6500, kynnir til sölu fallega 3ja - 4ra herbergja íbúð á 2. hæð, ásamt sér stæði í lokuðu bílskýli, í litlu fjölbýli við Grundarstíg í 101 Reykjavík.  Eignin er skráð 92,8 fm að stærð og er í dag forstofa, eldhús, baðherbergi, svefnherbergi og borð- og setustofa í opnu rými með útgengi á sér svalir eignar. Þá fylgir eign sér geymsla sem er ekki inni í birtri stærð. 

Nánari lýsing:
Komið inn í anddyri þar sem eru flísar á gólfi og gengið upp teppalagðan stiga í snyrtilegri sameign. Forstofa íbúðar er með fataskápum innan rýmis og parketi á gólfi. Frá forstofu er komið inn í rúmgóða borð- og setustofu þar sem er parket á gólfi og gluggar á tvo vegu. Skv. upphaflegri teikningu var svefnherbergi þar sem nú er borðstofa og möguleiki fyrir hendi að breyta því til baka.  Eldhús er með fallegri innréttingu, dökkum flísum á milli borðplötu og skápa, glugga með opnanlegu fagi og parketi á gólfi. Baðherbergi er flísalagt með ljósum flísum og er með fallegri innréttingu þar sem er granít borðplata, hita í gólfi, glugga með opnanlegu fagi, vegghengdu WC og flísalögðum sturtuklefa. Inni á baðherbergi er einnig sér innrétting/skápur fyrir þvottavél og þurrkara. Svefnherbergi er rúmgott með fataskápum og parketi á gólfi. Frá svefnherbergi og úr stofu er útgengt á suður svalir eignar.

Loks fylgir eign sér geymsla, sem er ekki inni í birti stærð, og sér bílastæði í lokuðu bílskýli. 

Falleg eign í Þingholtunum þar sem stutt er í alla þjónustu og iðandi mannlíf miðborgarinnar. 

Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Snorrason, lgfs., s. 896-2953, [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  • Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  • Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010201

Íbúð á 2. hæð
97

Fasteignamat 2025

73.950.000 kr.

Fasteignamat 2024

75.150.000 kr.

010202

Íbúð á 2. hæð
92

Fasteignamat 2025

67.800.000 kr.

Fasteignamat 2024

68.850.000 kr.

010203

Íbúð á 2. hæð
92

Fasteignamat 2025

73.650.000 kr.

Fasteignamat 2024

74.900.000 kr.

010301

Íbúð á 3. hæð
133

Fasteignamat 2025

87.900.000 kr.

Fasteignamat 2024

89.250.000 kr.

010302

Íbúð á 3. hæð
87

Fasteignamat 2025

70.250.000 kr.

Fasteignamat 2024

71.250.000 kr.

010303

Íbúð á 3. hæð
138

Fasteignamat 2025

94.750.000 kr.

Fasteignamat 2024

95.550.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband