Söluauglýsing: 1004212

Bíldshöfði 16

110 Reykjavík

Verð

185.000.000

Stærð

1086.8

Fermetraverð

170.225 kr. / m²

Tegund

Atvinnuhúsnæði

Fasteignamat

182.150.000
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 106 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Ríkiskaup kynna eignina Bíldshöfði 16, 110 Reykjavík, fastanúmer 204-3207, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Birt stærð 1086.8 fm. Skrifstofu- og verslunarhúsnæði á eftirsóttum stað.
Fasteignin sem áður hýsti Vinnueftirlitið, er 1086,8 m2 skrifstofu- og verslunarhúsnæði á tveimur hæðum. Um er að ræða alla 3. hæðina og vesturhluta 4. hæðar. Tveir inngangar, annar að sunnan- og hinn að norðanverðu. Aðalinngangur er sameiginlegur á 2. hæð baka til við húsið. Sameiginlegar hellulagðar svalir eru til suðurs á 4. hæðinni. Björt og snyrtileg sameign. Næg bílastæði og góð aðkoma að húsinu.
Húsið er steinsteypt 4ra hæða hús án lyftu.

Þriðja hæðin, merkt 0301 og 0302 er skráð 744,1 m2. Salerni eru sameiginleg fyrir alla hæðina og eru þau beint á móti stigauppganginum. Gólfefni eru aðallega korkur og dúkur en einnig er hluti hæðarinnar teppalagður. Öll gólfefni eru komin til ára sinna og þarfnast endurnýjunar. Milliveggir eru léttir og allar breytingar eru auðveldar.
Vesturhluti hæðarinnar skiptist í nokkur rúmgóð lokuð vinnurými, eldhús tengt fundarsal, ræstiklefa og innst á hæðinni er gluggalaus stór geymsla. Ekki eru gluggar á vesturgafli.
Austurhluti hæðarinnar skiptist í nokkur lítil og lokuð vinnurými og eitt stórt vinnurými. Gluggar eru á austurgafli.

Fjórða hæðin, merkt 0404 er skráð 342,7 m2. Komið er inn á gang sem leiðir að alrými með móttöku og salernum en að öðru leyti er hæðin stúkuð upp í ca. 10 mismunandi stórar skrifstofur. Mikil og góð lofthæð í miðju rýmisins. Gólfefni eru aðallega teppi og eru komin til ára sinna og þarfnast endurnýjunar. Milliveggir eru léttir og allar breytingar eru auðveldar.
Vesturhlutinn skiptist  snyrtingu, nokkur lokuð skrifstofurými og eitt stórt vinnurými.

Ummerki eru um raka/leka á nokkrum stöðum sem áhugasömum er bent á að skoða sérstaklega. Bjóðendum er einnig bent á að einhvern gólfhalli er á báðum hæðum. 

Seljandi bendir kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og að kaupandi leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar. Kaupverð tekur mið af ástandi eignarinnar sem selst í því ástandi sem hún var í við nákvæma skoðun kaupanda og hann sættir sig við að öllu leyti. Töluverðar viðhaldsframkvæmdir áttu sér stað á þaki og þakkanti árið 2017 og 2018, sjá ástandsskýrslu sem var unninn áður en framkvæmdir hófust.

Ný eignaskiptayfirlýsing er nánast fullbúin.

Í heildina góð eign í rótgrónu hverfi sem bíður uppá mikla möguleika.

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband