16.08.2021 1003020

Söluskrá FastansHeiðarsel 19

109 Reykjavík

hero

33 myndir

89.500.000

447.053 kr. / m²

16.08.2021 - 26 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 10.09.2021

0

Svefnherbergi

0

Baðherbergi

200.2

Fermetrar

Fasteignasala

Fasteignasalan TORG

[email protected]
694-4000
Bílskúr
Svalir
Arinn

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasalan TORG kynnir: Fallegt og sérlega vel viðhaldið endaraðhús á rólegum stað í Seljahverfinu í Reykjavík. Í húsinu eru 4 svefnherbergi, tvö salerni, stór stofa + borðstofa, eldhús, þvottaherbergi og góður bílskúr með óvenju hárri innkeyrsluhurð og góðri lofthæð. Nýlega var skipt um járn á þakinu. Árið 2008 voru neysluvatnslagnir hússins endurnýjaðar og búið er að endurnýja flest alla miðstöðvarofnana. Mikil vídd er í umhverfinu næst húsinu og því góð yfirsýn frá því til suður og vesturs. Stæði eru fyrir þrjá bíla á bílaplaninu fyrir framan húsið og næg bílastæði eru í nær umhverfinu.

Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða [email protected]
 
Nánari lýsing eignar:
Bílaplan með snjóbræðslu er fyrir framan húsið sem rúmar þrjá bíla í stæðum.
Neðri hæð:
Forstofa: Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og tvöföldum fataskáp. Hiti er í gólfi.
Hol: Hol er inn af forstofunni. Holið er með flísum á gólfi og gólfhita. Rýmið leiðir inn í öll rými hæðarinnar.
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með fallegum ljósum flísum. Innrétting er hvít undir vaski og við hlið spegils. Vaskur er ofanáliggjandi. Salernið er upphengt og vatnskassinn er innbyggður. Bæði er baðkar og sturta. Hiti er í gólfum. Fallegur stál handkæðaofn er á vegg. Opnanlegur gluggi. Baðherbergið var endurnýjað á árunum 2007-2008.
3 x herbergi: Svefnherbergin á hæðinni eru þrjú öll með nýlegu harðparketi á gólfi. Góðir fataskápar eru í tveimur af herbergjunum. Út úr hjónaherbergi er útgengni út í lítinn garð á bak við húsið.
Efrihæð:
Á milli hæða er fallegur stálstigi með parketi á þrepum. Fallegir ílangir gluggar eru í stigaopinu sem hleypa fallegri birtu inn í stigaopið.
Stofa + borðstofa: þegar komið er upp á efri hæðina er komið inn í rúmgóða stofu sem rúmar setustofu og borðstofu. Í miðju rýminu er fallegur arinn. Útgengni er frá stofunni út á stórar suðvestursvalir með mikilli víðsýni. Opið er að hluta yfir í eldhúsið frá stofunni. Flísar eru á gólfi.
Eldhús + borðkrókur: Eldhúsið og borðkrókurinn eru saman í stóru rými sem opið er að hluta yfir í stofuna. Eldhúsið er með innréttingu í vinkil með eyju og efri og neðri skápum. Borðplata er flísalögð með tveimur vöskum. Borðkrókurinn er á móti eyjunni og er hann mjög rúmgóður. Auka búrskápur er á vegg í borðkróknum.
Þvottaherbergi: Inn af eldhúsinu er þvottaherbergi með innréttingu og opnanlegum glugga.
Gestasalerni: Gestasalerni er á hæðinni. Flísar eru á gólfi. Salernið er upphengt með innbyggðum vatnskassa. Fallegur hanklæðaofn er á vegg. 
Herbergi: Við hlið stofunnar er fjórða svefnherbergi eignarinnar. Herbergið er rúmgott með mikilli loft hæð og er búið að útbúa stiga og svefnloft innan þess. Áður var rýmið hluti af stofunni svo auðvelt er að breyta því til baka ef vilji er fyrir að stækka stofuna en frekar.
Bílskúr: Bílskúrinn er rúmgóður með mjög góðri lofthæð. Bílskúrshurðin er í yfirstærð og hentar því vel háum bílum. Þriggjafasarafmagn er í skúrnum, heitt og kalt neysluvatn, hitaveita og sjálfvirkur bílskúrshurðaopnari.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða [email protected]
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

140101

Íbúð á 1. hæð
200

Fasteignamat 2025

106.050.000 kr.

Fasteignamat 2024

106.600.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband