10.08.2021 1002492

Söluskrá FastansGeirsgata 2

101 Reykjavík

hero

24 myndir

96.500.000

821.277 kr. / m²

10.08.2021 - 11 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 20.08.2021

2

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

117.5

Fermetrar

Fasteignasala

Domusnova

[email protected]
698-2127
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

***Domusnova fasteignasala kynnir ***
118fm glæsileg íbúð með útsýni til hafnar - Allt efnisval er sérvalið

*** Íbúðin er á þriðju hæð ***

Lýsing eignar:
Anddyri: Fataskápar í anddyri eru spónlagðir að innan og með hurðum og ytra birði sem eru sprautulakkaðar í litaþema íbúðarinnar. Innvols er frá Innval með fylgihluti af vandaðri gerð.
Þvottaherbergi: Vönduð innrétting frá Noblessa í litaþema íbúðar er í þvottahúsi.  Á gólfi eru gæðaflísar frá Iris stone á Ítalíu með marmaramynstri. Skolvaskur fylgir. Rakaheldir ljósakúpplar eru í þvottaherbergi.
Eldhús: Innrétting er af vönduðustu gerð sem Noblessa býður upp á, háglans með matta grynnri efri skápa til að brjóta upp útlitið. Borðplata og klæðning er úr Meganite Carrara efni með eldhúsvaski úr sama efni sem felldur er í borðplötuna. Eldhústæki eru af vönduðustu gerð frá Simens, dökkt stainless steel. Í eyjunni er vifta sem gengur ofan í boðplötuna sem og vínkælir. Ofninn og helluborðið eru með Home Connect sem hægt er að stjórna úr snjallsíma eða spjaldtölvu. Lýsing er undir efri skápum. Ljúflokun er á skúffum og skápum. Blöndunartæki er frá Vola.
Stofa: Útsýni til hafnar og í átt að Arnarhóli
Herbergissvíta með baðherbergi inn af. 
Herbergi 2 / Sjónvarpsherbergi: Nýting íbúðar. Íbúðin getur bæði nýst með tveimur svefnherbergjum eða með einu svefherbergi og stóru sjónvarpsherbergi. 
Tvö baðherbergi: flísalögð með ítölskum gæðaflísum með marmaramynstri frá Iris stone, bæði gólf og veggir. Innrétting er í litaþema íbúðar háglans grá frá Noblessa, með Meganite borðplötu og innbyggðum vaski úr sama efni. Speglalýsing á baðherbergjum er Mini Glo Ball frá Flos. Hreinlætistæki eru frá Vola. Salerni eru upphengd með innbyggðum vatnskassa. Fyrir sturtum er hert sturtugler.
Útihurðir eru raflæstar og tengdar heildstæðu aðgangsstýrikerfi. E-Net ljósastýrikerfi frá GIRA sem bíður upp á notkun smáforrits (app) í snjalltækjum til að stýra ljósum.
Útilýsing á svölum er lágstemmd. Vandað er til lýsingar í sameign sem stýrt er að hluta af hreyfiskynjurum.

Í sameign er  sér geymsla sem fylgir íbúðinni og hjóla/vagnageymsla. 

HÖNNUÐIR Arkitektar hússins eru PKdM arkitektar.
Stofan var stofnuð af Pálmari Kristmundssyni arkitekt sem vinnur í samstarfi með Fernando de Mendonca og öflugu teymi alþjóðlegra arkitekta. Stofan hefur unnið til fjölda verðlauna hér heima og erlendis fyrir framúrskarandi hönnun.
Guðbjörg Magnúsdóttir, sem er meðal þekktustu innanhússhönnuða landsins, hannaði og sá um efnisval. Ferill verkfræðistofa hefur með höndum burðarþols- og lagnahönnun, teiknistofan Verkís bruna-og hljóðhönnun og verkhönnun raflagna- og lýsingarhönnun.
Hafnartorg samanstendur af 70 glæsilegum íbúðum af ýmsum stærðum og gerðum.
Bílastæði í bílakjallara eru í boði fyrir íbúðareigendur gegn hóflegu gjaldi sem hægt er að kynna sér inn á eftirfarandi vefslóð: https://hafnartorg.is/bilakjallari/


Nánari upplýsingar veita:
Andri Hrafn Agnarsson aðstoðarmaður fasteignasala í löggildingarnámi / s: 698-2127 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]
Haukur Halldórsson, löggiltur fasteignasali / s.695-9990 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

040101

Veitingahús á 1. hæð
356

Fasteignamat 2025

146.000.000 kr.

Fasteignamat 2024

145.900.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband