Skarphéðinsgata 20, 105

Fjarlægð/Seld - Eignin var 4 daga á skrá

Verð Tilboð
Stærð 71
Tegund Fjölbýli
Verð per fm
Skráð 29.1.2023
Fjarlægt 3.2.2023
Byggingarár 1942
mbl.is

Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu:  Skarphéðinsgata 20 í Reykjavík.  3ja herbergja miðhæð í þríbýli á góðum stað í Norðurmýrinni.

Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, tvö herbergi og baðherbergi. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og sér geymsla. Sameiginlegur inngangur er með efri hæð hússins.

Komið er inn á rúmgóða forstofa/gang með fatahengi og flísum á gólfi. Björt stofa með parketi á gólfi, fallegur horngluggi. Eldhús er með eldri innréttingu, parket á gólfi. Rúmgott hjónaherbergi með fataskáp, parket á gólfi og útgengt á svalir í suðaustur. Herbergi með parketi.  Baðherbergi með baðkari og lítilli innréttingu við vask, flísar eru á gólfi og gluggi.
Í kjallar er sameiginlegt þvottahús og rúmgóð sér geymsla.
Pípulagnir eru endurnýjaðar og ofnar yfirfarnir. Rafmagn er yfirfarið að hluta og endurnýjuð tafla. Húsið hefur verið steypuviðgert að utan og þakkantur endursteyptur. Þak var endurnýjað árið 2021.

Eignin er vel staðsett miðsvæðis í Reykjavík og steinsnar frá hringiðu mannlífsins í miðbænum. Stutt er í alla þjónustu svo sem verslanir, skóla og heilsugæslu, einnig söfn, leikhús,veitingastaði og fl. 

Allar frekari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson, fasteignasali.


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni í 20 ár.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23