Pósthússtræti 3, 100

Fjarlægð/Seld - Eignin var 55 daga á skrá

Verð Tilboð
Stærð 102
Tegund Atv.
Verð per fm
Skráð 30.9.2020
Fjarlægt 24.11.2020
Byggingarár None
mbl.is

Til leigu hjá Reitum: Endurnýjað skrifstofuhúsnæði í sögufrægu húsi

Fyrsta flokks uppgerðar skrifstofur í Pósthússtræti 3 í miðbæ Reykjavíkur. Húsið er sögufrægt hlaðið steinhús endurgert á vandaðan hátt þannig að arkitektúr og útlitseinkenni hússins fái notið sýn. Í öllum rýmum er ný kaffiaðstaða með vönduðum hnotuinnréttingum og steinborðplötu, undirborðsvask og innfelldum ísskáp. Vönduð lýsing er í öllu húsinu og gegnheilt eikarparket lagt í klassískt "chevron" mynstur. Ný vönduð salerni eru á öllum hæðum. Umsjón er með sameign hússins. Í kjallara eru geymslurými, bæði sameiginlegt rými og sérrými sem hægt er að fá leigð með skrifstofunum. Stærðir eru brúttó stærðir. Afhending við undirritun leigusamnings. 

1. hæð:
101,5 fm rými (norðurhelmingur 1. hæðar)

3. hæð: 
81,3 fm og/eða 95,1 fm. Samtals er þriðja hæðin 176,5 fermetrar.  Hægt er að leigja rýmin saman eða í sitthvoru lagi. Þriðja hæðin er með mikilli lofthæð, enda dómsalur á árum áður. hún skiptist í tvennt út frá gangi í miðju húsinu. Nýjar glerdyr loka hæðinni frá stigagangi.

Myndband um sögu hússins 

Pantið skoðun hér eða hafið samband við Halldór Jensson, sölustjóra, í síma 840 2100 eða í netfanginu halldor@reitir.is til að fá nánari upplýsingar.

Pósthússtræti 3 var fyrsta meiri háttar mannvirkið sem bæjarstjórn Reykjavíkur stóð fyrir að reist yrði og hýsti það Barnaskóla Reykjavíkur á árunum 1883 til 1898. Frá 1898 til 1915 var rekið pósthús í húsinu en einnig voru þar höfuðstöðvar Landsíma Íslands frá 1906 til 1931. Eftir það var húsinu fengið hlutverk Lögreglustöðvar Reykjavíkur og þjónaði það því hlutverki þar til ný lögreglustöð við Hlemm var tekin í notkun um 1965. Á meðan húsið var aðallögreglustöð Reykjavíkur voru frægar fangageymslur í kjallaranum, aðallega til þess að hýsa menn sem voru teknir úr umferð vegna ölvunar á almannafæri. Eftir 1965 var húsið aftur tekið í þágu Pósthússins í Reykjavík en undanfarin ár hefur þar verið starfsemi á vegum Reykjavíkurborgar. Húsið var hlaðið árið 1885 úr tilhöggnu grjóti með sama hætti og Alþingishúsið enda er höfundur þess F. A. Bald sem var yfirsmiður við byggingu Alþingishússins árið 1881.

Reitir bjóða framsýnum fyrirtækjum klæðskerasniðið atvinnuhúsnæði til leigu. Reitir byggja á arfleifð umsvifa sem hófst með byggingu Kringlunnar árið 1987. Innan eignasafnsins eru nú um 135 fasteignir, samtals um 440.000 fermetrar að stærð, auk metnaðarfullra þróunarverkefna. Á síðari árum hafa Reitir hlúð að sögufrægum byggingum og staðið þannig vörð um íslenskan menningararf á sama tíma og horft er til sjálfbærrar framtíðar, m.a. með grænum leigusamningum við fjölda viðskiptavina. 

Kynntu þér þjónustu Reita og fleira húsnæði til leigu á www.reitir.is/skrifstofur 

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12