Höfn 133742, 301

Fjarlægð/Seld - Eignin var 1125 daga á skrá

Verð Tilboð
Stærð 18.394.333
Tegund Lóð/Jarðir
Verð per fm
Skráð 2.12.2016
Fjarlægt 1.1.2020
Byggingarár
mbl.is

RE/MAX Senter kynnir: NÁRRÚRUPERLU Í HVALFJARÐARSVEIT!  Jörðin  Höfn í Leirár- og Melahreppi. Um er að ræða landnámsjörð en þar bjó landnámsmaðurinn Hafnarormur (Ormur Stórólfsson). Jörðin er mikil hlunnindajörð - sannkallað matarbúr. Tvö íbúðarhús eru á jörðinni auk gamalla gripahúsa (hrútahús, alifuglahús, fjós og hesthús). Kjallari undir gripahúsunum þar sem möguleiki er á að stunda ilrækt. Á jörðinni er ennfremur nýleg geymsluskemma með verkstæði, sláturhúsi og hesthús með 15 stíum. Lítil 2ja herbergja íbúð er innaf skemmunni. Í hesthússhlutanum er kaffistofa og salernisaðstaða. Áin Hafnará rennur við jörðina norðanverða og er í einkaeigu jarðarinnar Hafnar. Jörðin liggur frá fjalllendi að sjó. Hlunnindi eru m.a. leyfi fyrir netalögnum 4m í sjó (lax og sjóbirtingur), hafnarbeit hefur verið stunduð í Hafnará, tvö uppeldisker eru upp með ánni, malarnám þar sem er að finna góða steypumöl fyrir t.d. einingarhús og einnig möl sem er góð fyrir rörasteypu, ræktuð tún og mikið berjaland. Í landi Hafnar undir fjallinu Ölver er frístundabyggð og þar eru nokkrar óseldar sumarhúsalóðir sem fylgja jörðinni. Þá er einnig skipulagt sumarhúsaland í Móhóli (fyrir neðan þjóðveg 1). Það eru einnig nokkrar sumarhúsalóðir sem fylgja jörðinni. Einstakt útsýni er af jörðinni yfir á Snæfellsnes og Snæfellsjökul.

Höfn er staðsett í stuttu ökufæri frá Borgarnesi.

Nánari upplýsingar um jörðina veita Sigga í gsm: 663-3219 (sigga@remax.is), Hrafnhildur í gsm: 862-1110 (hrafnhildur@remax.is) og Vigdís lfs. í 414-4700.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33