Hafravellir 5, 221

Fjarlægð/Seld - Eignin var 31 dag á skrá

Verð 134,9
Stærð 191
Tegund Einbýli
Verð per fm 707
Skráð 18.9.2023
Fjarlægt 20.10.2023
Byggingarár 2007
mbl.is

Fasteignasalan TORG kynna til sölu virkilega fallegt og vel skipulagt einbýlishús í Hafnarfirði.
Húsið er skráð skv. FMR 190,9 m², þar af er bílskúrinn 32,8 m² og íbúðarrými 158,1 m².
Húsið er virkilega vel skipulagt með þremur rúmgóðum svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, góðu þvottahúsi og einstaklega björtu og fallegu alrými.  
Eldhús og baðherbergi eru nýlega endurnýjuð með vönduðum innréttingum, gólfsíðir gluggar í stofu veita góðri birtu inní alrými hússins, eldhúsið er glæsilegt og tengir skemmtilega saman önnur rými hússins.  Garðurinn er skjólgóður með stórri timburverönd í blandi við náttúrulegt hraun.  Virkilega fallegt fjölskylduhús í góðu hverfi á Völlunum í Hafnarfirði þar sem stutt er í alla þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-8813 // elka@fstorg.is

Nánari lýsing;
Falleg aðkoma er að húsinu.  Hellulagt bílaplan með plássi fyrir þrjá bíla.  Húsið er byggt úr timbri en klætt með múrsteinsklæðningu.
Gengið er inní rúmgóða flísalagða forstofu með góðum fataskápum.
Til hægri er bílskúrinn sem er innangengur en til vinstri er gengið inní íbúðarrými hússins.
Þar tekur við bjart og skemmtilegt alrými sem tengir saman öll rými hússins.
Eldhúsið sem er hjarta hússins og hluti af alrýminu er með fallegri eldhúsinnréttingu frá KVIK en frontar eru sérsmíðaðir og innfluttir frá Belgíu.  Um er að ræða Bog eik sem á sér skemmtilega sögu en eikin er ekki lökkuð heldur fékk náttúrulegan svartan lit sinn með því að liggja undir jarðvegi í mörg þúsund ár.
Vönduð eldhústæki fylgja, þar á meðal ísskápur, frystir, stór vínkælir, tveir ofnar, annars vegar ofn/gufa og hins vegar ofn/örbylgjuofn ásamt expressovél.  Einnig fylgir uppþvottavél, span helluborð og háfur í lofti.
Borðplata í eyju er eik en kvarts steinn á eldhúsi.  .
Stofan og borðstofan er einstaklega björt og rúmgóð með gólfsíðum gluggum og útgengi á góðan sólpall.
Bæði baðherbergi eru endurnýjuð, í aðalbaðherbergi er fallegt frístandandi baðkar með innbyggðum blöndunartækjum.  Snyrtileg innrétting með kvarts borðplötu, vegghengt salerni og ofn.
Hjónasvítan er mjög rúmgóð og innaf henni er endurnýjað baðherbergi með sturtuklefa, upphengdu salerni og fallegri innréttingu.  Flísar í hólf og gólf.
Barnaherbergin sem eru tvö eru rúmgóð, annað þeirra er þó stærra og með útgengi.
Þvottahúsið er með hvítri innréttingu, skolvaski og góðu geymsluplássi.
Bílskúrinn er rúmgóður með útgengi útí garðinn.  Skolvaskur og flísar á gólfi.  Bílskúrshurð með rafmagnsopnun. Innst í bílskúr er geymsla með stórum skápum og glugga.
Gólfefni í öllu húsinu fyrir utan votrými er gegnheil eik.  Gólfhiti.

Virkilega fallegt og vel skipulagt fjölskylduhús í rólegum botnlanga á Völlunum í Hafnarfirði þar sem stutt er að sækja sér alla þjónustu.

Nánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-8813 // elka@fstorg.is

Fasteignasalan TORG vill benda kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga ef þörf þykir á.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. tilboði. 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45