Valhallarstígur Nyrðri 8, 801

Fjarlægð/Seld - Eignin var 642 daga á skrá

Verð Tilboð
Stærð 94
Tegund Sumarhús
Verð per fm
Skráð 28.6.2021
Fjarlægt 1.4.2023
Byggingarár 1930
mbl.is

Fasteignamarkaðurinn ehf., s. 570-4500 kynnir reisulegt sumarhús við Valhallarstíg Nyrðri nr. 8, Þingvöllum, Bláskógabyggð. Eignin stendur á gróinni lóð með hávöxnum trjám við opið svæði nærri Þingvallavatni með víðáttumiklu útsýni yfir vatnið og fjallasýn. Steypt aflokuð verönd með fallegu grindverki, lögð timbri, er framan við húsið og timburverönd umlykur húsið auk þess er skjólgóð timburverönd/grillverönd við húsið bakatil. Lóðin er leigulóð 5.600,0 fermetrar að stærð og er í eigu Ríkissjóðs Íslands. Aðgengi að húsinu er mjög gott frá bílaplani framan við húsið. 

Húsið er timburhús á steyptum grunni, ein hæð og ris, byggt á árunum 1929-1930,  stærð þess skv. Fasteignaskrá Íslands er 94,1 fermetrar, en raunstærð þess er um 125,0 fermetar skv. mælingum teiknistofunnar Óðinsgötu 7 í greinargerð um endurgerð hússins í október 1994. Húsið er afar vel byggt hús frá fyrstu gerð, reisulegt og stílhreint, en þarfnast talsverðrar endurnýjunar skv. fyrirliggjandi ástandssýrslu dags. 22.11.2016, unnin af fasteignaskoðun.is.

Lóðarleigusamningur er nýlega endurnýjaður til 10 ára. Leiga fyrir lóðina fyrir hvert almanaksár er 4% af fasteignamati eignarinnar auk árlegs gjalds kr. 50.000.-. Leigugjald skal þó aldrei vera lægra en kr. 100.000.- m.v. byggingarvísitölu í janúar 2021. 


Á hæðinni eru lítið anddyri, eldhús, búr, stofa, fjögur herbergi og baðherbergi með sturtuklefa. Öll neðri hæðin er viðarklædd og gólf hafa verið endurbyggð og einangruð. Plastparket er á gólfum, en dúkur er á baðherbergi.
Rishæðin er upprunaleg og þarfnast gagngerra endurbóta m.a. þyrfti að skipta um þak og fleira sbr. áðurnefnda skýrslu fasteignaskoðunar.is. Á rishæðinni eru þrjú rúmgóð herbergi, gangur og lítið herbergi, upphaflega ætlað sem eldhús.
.
Tvær geymslur eru bakvið hús, óupphitaðar og veita skjól á timburveröndinni bakatil.  Geymslurnar eru ekki skráðar í Fasteignaskrá Íslands.
Einnig er lítil verkfærageymsla/dæluhús fyrir kalt vatn á vesturhlið hússins. 

Rafmagnskynding er í húsinu og hefur rafmagn hefur verið endurnýjað og lagt utan á veggi, en rafmagnstafla fyrir húsið óendurnýjuð.
Einnig eru vatnslagnir endurnýjaðar og eru utanáliggjandi. Eigin borhola er fyrir kalt vatn sem staðsett er efst við norðurhlið hússins. Vatnskerfi hússins er lokað og var verkið unnið af fagmönnum frá Ísleifi Jónssyni á sínum tíma. Stór hitavatnskútur er í baðherbergi á hæðinini og er ætlaður fyrir báðar hæðirnar.
Rotþró er steypt og slípuð að innan. Tilbúin er tenging fyrir frárennsli frá rishæð.

Teikningar og gögn um fyrri viðhaldsvinnu hússins liggja fyrir.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10