Lerkilundur 8, 806

Fjarlægð/Seld - Eignin var 15 daga á skrá

Verð 34,9
Stærð 58
Tegund Sumarhús
Verð per fm 601
Skráð 7.12.2022
Fjarlægt 23.12.2022
Byggingarár 1995
mbl.is

HÚS Fasteignasala, Jens Magnús Jakobsson aðstoðarmaður fasteignasala s: 8931984 og Snorri Sigurfinnsson lgf.  kynna í einkasölu Lerkilund 8, 58,1 fm sumarhús sem er á 1653 fm eignarlóð í hverfi Veiðilundar. Um er að ræða fallegt og töluvert endurnýjað hús í landi Miðfells við Þingvallavatn. Nýlega er búið að byggja við húsið og endurnýja að innan.
 
Lýsing:
Þegar gengið er inn í húsið er komið inn í viðbygginu, sem byggð var við húsið nýlega, og er með andyri og einnig þvottahúsi/geymslu. Þá er komið inn í alrými með stofu og eldhúsi. Í húsinu eru 2 svefnherbergi og eru kojur í öðru þeirra. Svefnloft er yfir hluta af húsinu. Baðherbergið er snyrtileg með góðri sturtu sem er flísalögð, gólfhiti er á baðherbergi.

Harðparket er á alrými og herbergjum. Korkur er á þvottahúsi/geymslu og á svefnlofti. Flísar eru á gólfi á baðherbergi.

Nýleg varmadæla og varmaskiptir eru í húsinu. Einnig eru rafmagnsofnar sem hægt er að setja í gang til þess að auka hita ef vill (ekki nauðsynlegt).

Góð verönd er fyrir framan húsið sem snýr í suður. Í garðinum er kofi sem hefur verið notaður sem leikkofi fyrir börn.

Húsgögnin geta fylgt með húsinu.

Rafmagnshlið er inn á svæðið sem er aðgangsstýrt.

Aðgangur er að veiði í Þingvallavatni.

Nánari upplýsingar og bókanir í skoðun eru hjá Jens Magnúsi Jakobssyni, nema í löggildingu, s. 8931984 eða magnus@husfasteign.is og Snorra Sigurfinnssyni lgf. snorri@husfasteign.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, 0,4 % fyrir fyrstu kaupendur.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS Fsteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25