Kaðalsstaðir, 311

Fjarlægð/Seld - Eignin var 1759 daga á skrá

Verð Tilboð
Stærð 382
Tegund Útihús
Verð per fm
Skráð 9.3.2015
Fjarlægt 1.1.2020
Byggingarár
mbl.is

LIT ehf. kynnir: Jörðina Kaðalsstaðir 2, Borgarbyggð.  Landnúmer 134891. Jörðin er talin vera um 255,5  hektarar og þar af ræktun um 20 hektarar. Jörðin er í Stafholtstungum og nágrannajarðir eru Lundar að norðan, Miðgarðar að austan og Kaðalsstaðir I að sunnan.  Jörðin á land að Hvítá, gegnt Kletti og Deildartungu í Reykholtsdal.  Á jörðinni er íbúðarhús byggt 1956, 116,5  ferm., steypt og timburklætt,  og viðbygging  64,2 ferm. er bílskúr sem nú nýtist sem íbúð - stofa og tvö herbergi.  Sérinngangur.  Gömul fjárhús og hlaða. Veiðiréttur í Þverá 292,6 eining af 10.000.  Árið 2014 var útgreiddur arður á einingu 9.700 kr. Jörðin er að mestu flatlendi og tún í góðri ræktun.  Eigendur Kaðalsstaða 1 og 2 bera jafnan kostnað vegna núverandi girðinga á merkjum jarðarpartanna, svo og vegna nýrra girðinga á merkjunum, ef settar verða. Landskiptagerð dags. 18/05 1993 fyrir Kaðalsstaði 1 og 2 í Stafholtstungum er fyrirliggjandi.  Þingl.skjal nr. 686/1993. ÓSKAÐ ER TILBOÐA Í JÖRÐINA. Fletta í fasteignalista