Hallgerðargata 9a, 105

Fjarlægð/Seld - Eignin var 1 dag á skrá

Verð 74,9
Stærð 78
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 959
Skráð 20.11.2023
Fjarlægt 22.11.2023
Byggingarár 2020
mbl.is

Nýtt á skrá! Hallgerðargata 9a Reykjavík

LIND fasteignasala, Herdís Sölvína Jónsdóttir lögg. fasteignasali og Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynna til sölu glæsilega lúxusíbúð við Hallgerðargötu 9a í Reykjavík (Stuðlaborg við Kirkjusand í Laugardal). Um er að ræða 78,1 fermetra íbúð í lyftuhúsi á 3. hæð með rúmgóðu alrými, aukinni lofthæð og svölum með opnanlegri svalalokun. Gólfhiti er í allri íbúðinni og sjarmerandi gólfsíðir gluggar. Vönduð loftræsting er í húsinu sem tryggir betri loftgæði og meiri vörn gegn raka og ryki. Góð 9,3 fermetra sérgeymsla í kjallara.

Arkitektastofan Schmidt/Hammer/Larssen sá um alla hönnun hússins. Eignin er byggð úr vönduðum byggingarefnum og eru m.a. allir gluggar úr áli og klæðning hússins úr lituðu áli og sementstrefjaplötum. Innréttingar og tæki eru afar vönduð í íbúðinni, m.a. hvíttuð hnota í innréttingum, gegnheilar postulínsflísar í ljósum lit og vandað parket, ljós kvartzsteinn á borðum og Siemens eldhústæki. Innfelld lýsing í loftum víða í íbúðinni og virkilega vandað og glæsilegt fiskibeinaparket úr Parka.

Stuðlaborg er nýlegt hús á einstökum stað við strandlengjuna í jaðri Laugardalsins, samtengt viðskiptahverfinu í Borgartúni og sjónrænni tenginu við miðbæinn og höfnina. Sannkallað miðborgarhverfi þar sem stutt er í alla verslun og þjónustu, sem og útivist við Laugardalinn og strandlengjuna.

Fasteignamat næsta árs (2024) er kr. 74.350.000,-


Nánari lýsing:
Forstofa/gangur: Með gegnheilu fiskibeinaparketi á gólfi og skápum. Innfelld lýsing í loftum.
Eldhús: Með gegnheilu fiskibeinaparketi á gólfi og vandaðri eldhúsinnréttingu úr hvíttaðri hnotu sem nær upp í loft. Steinn á borðum og undirfelldur vaskur. Bakaraofn, spansuðu helluborð, vifta, innbyggð uppþvottavél og innbyggður kæliskápur. Eldhús er opið rúmgott alrými sem rúmar setustofu og borðstofu. Gólfsíðir gluggar til norðausturs og suðausturs.
Stofa: Er rúmgóð með fallegu gegnheilu fiskibeinaparketi á gólfi. Gólfsíðir gluggar til norðausturs og suðausturs. Útgengi á svalir.
Svalir: Snúa til suðausturs og eru yfirbyggðar með opnanlegri svalalokun. Fallegt svalagólfefni á svalagólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í gólf og veggi, falleg innrétting við vask, með kvartzsteini á borðum og speglaskáp fyrir ofan. Flísalögð sturta með glerþili og innbyggðum Grohe sturtutækjum. Handklæðaofn og falleg innrétting þar sem eru tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Góð útloftun og innfelld lýsing í loftum.
Svefnherbergi: Er rúmgott með gegnheilu fiskibeinaparketi á gólfi og miklu skápaplássi á heilan vegg og í loft. Fallegi gólfsíðir gluggar til norðausturs.

Sérgeymsla: Er staðsett í kjallara og er 9,3 fermetrar að stærð.
Bílastæði í bílakjallara: Er hægt að leigja gegn vægu gjaldi fyrir íbúa hússins.

Nánari upplýsingar veita:
Herdís Sölvína Jónsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 862 0880 eða herdis@fastlind.is
Heimir Hallgrímsson löggiltur fasteignasali í síma 849 0672 eða heimir@fastlind.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19