Tjarnargata 47, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 7 daga á skrá

Verð 64,9
Stærð 86
Tegund Hæðir
Verð per fm 750
Skráð 8.12.2022
Fjarlægt 16.12.2022
Byggingarár 1926
mbl.is

Fasteignasalan TORG kynnir:
Vel skipulögð og björt tveggja herbergja íbúð á eftirsóttum stað í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er skráð 86,5 fm.
Sérinngangur og útgengi beint úr stofu í góðan afgirtan garð.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Svava, löggiltur fasteignasali, s. 623-8889 og unnur@fstorg.is


Nánari lýsing:
Gott steinsteypt þríbýli í miðbæ Reykjavíkur. Húsið er byggt 1926.
Íbúðin:
Sérinngangur á bakhlið hússins.
Gengið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi.
Góð hvít innrétting í eldhúsi meðfram tveimur veggjum með dökkri borðplötu. Opið á tvo vegu. Parket á gólfi.
Stór stofa og borðstofa með útgengi beint út í góðan og afgirtan garð. Parket á gólfi. (Áður var stofu skipt niður í herbergi og stofu og því möguleiki á öðru svefnherbergi.)
Rúmgott svefnherbergi með góðum skápum. Parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt með sturtuklefa, hvítri innréttingu og glugga.
Geymsla íbúðar er innaf forstofu.
Þvottahús er sameiginlegt en innangengt beint innan íbúðar.

Endurbætur: Vatnslagnir að mestu endurnýjaðar 2000, þ.e. frárennsli frá húsi og út í götu endurnýjað, húsið drenað, ofnalagnir og ofnar endurnýjaðir. Þakplötur endurnýjaðar fyrir ca. 25-30 árum og þakrennur endurnýjaðar ca. 2020.

Rúmgóð og björt 2ja herb. íbúð(auðvelt að bæta við öðru svefnherbergi) með sérinngangi og útgengi beint úr stofu í góðan afgirtan garð. Frábær staðsetning í miðbæ Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Svava, löggiltur fasteignasali, s. 623-8889 og unnur@fstorg.is



Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald kr.  2.500.- kr. af hverju skjali.  
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.  
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19