Hallveigarstígur 4, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 34 daga á skrá

Verð 88,8
Stærð 132
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 672
Skráð 27.1.2023
Fjarlægt 3.3.2023
Byggingarár 1926
mbl.is

Palsson Fasteignasala kynnir:

Mikið endurnýjuð og glæsileg sérhæð með verönd til suðurs í fallegu tvíbýli við Hallveigarstíg 4.
Friðsælt og einstakt nágranna samfélag, steinsnar frá iðandi mannlífi í miðborg Reykjavíkur.

* Sérinngangur
* 3-4 svefnherbergi
* Fallegir stórir gluggar og loftlistar
* Endurnýjað eldhús og baðherbergi


Nánari upplýsingar veita:
Helen Sigurðardóttir lgf. Í síma 849-1921 eða helen@palssonfasteignasala.is
***palssonfasteignasala.is***
***verdmat.is***

Birt stærð samkv. Þjóðskrá Íslands er 132,10 m2.

Eignin er á tveimur hæðum og skiptist í eldhús, borðstofu, stofu, sjónvarpshol, gang/anddyri, 3 svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi og geymslurými.
Eldhús hefur verið endurnýjað með fallegri hvítri innréttingu með viðarborðplötu, bakarofn í vinnuhæð, örbylguofn, helluborð, vifta með útblæstri og tengi fyrir uppþvottavél. Parket á gólfi.
Borðstofa, stofa og sjónvarpshol eru í góðu flæði með hvítlökkuðum hurðarkörmum á milli. Gólf hafa verið flotuð og lökkuð. Stórir bjartir gluggar til suðurs og norðurs.
Hægt væri að stúka af sjónvarpshol og útbúa svefnherbergi 4. Úr sjónvarpsholi er hringstigi niður á jarðhæð.
Gengið er niður í flísalagt hol sem er opið með gangi/anddyri og þar er sérinngangur íbúðar.
Baðherbergi var endurnýjað 2021 og er flísalagt með walk-in sturtu, upphengt wc með bidet, háum innbyggðum skáp með spegli, handklæðaofni, innréttingu með hillum og stórri handlaug.
Svefnherbergi 1 er rúmgott með parket á gólfi og stórum glugga til suðurs. Nýlegur fataskápur.
Svefnherbergi 2 er með parket á gólfi.
Svefnherbergi 3 er með parket á gólfi og fataskáp.
Þvottahús er með tengjum fyrir þvottavél/ þurrkara. vinnuborði og hillum.
Geymslurými er undir stiga.

Sunnanmegin við húsið er skjólsæl hellulögð verönd. Þá er sérinngangur þeim megin úr bakgarði aðgengileg úr undirgöngum milli Hallveigarstígs 6-8. Norðanmegin við húsið er sameiginlegur stigagangur með einni annarri íbúð.

Viðhald eignar síðustu ár tiltelur ma.
Allar raf , ofna- og vatsnlagnir hafa verið endurnýjaðar. Rafmagnstenglum var fjölgað og þeir endurnýjaðir. Gólfhiti er í borðstofu, stofu og sjónvarpsholi og var það gólf flotað og lakkað. Eldhús og baðherbergi endurnýjað. 

Smelltu hér fyrir góð ráð fyrir kaupendur
Nýjustu fréttir af fasteignamarkaðnum

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30