Heiðarhjalli 31, 200

Fjarlægð/Seld - Eignin var 7 daga á skrá

Verð 89,8
Stærð 140
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 643
Skráð 8.6.2023
Fjarlægt 16.6.2023
Byggingarár 1995
mbl.is

Höfði fasteignasala kynnir:

STÓRGLÆSILEG, VEL SKIPULÖGÐ 4RA HERBERGJA NEÐRI SÉRHÆÐ MEÐ SÉRINNGANGI ÁSAMT BÍLSKÚR - EINSTAKAR SVALIR OG FRÁBÆRT ÚTSÝNI!

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 139,7 fm.

Um er að ræða fallega og rúmgóða 4ra herb. íbúð með sérinngangi í steinsteyptu fimm íbúða fjölbýlishúsi byggðu árið 1995 ásamt bílskúr.
Íbúðin er skráð 116,1 fm. og bílskúrinn 23,6 fm.
Gengið er inn í rúmgóða forstofu, inn af henni er hol sem aðskilur vistarverur íbúðarinnar, til vinstri er eldhúsið en beint inn af inngangi er stofan og borðstofan. Mjög skjólgóðar suð-vestur svalir eru út af stofunni. Baðherbergið er til hægri við inngang og svefnálman með þvottahúsi sem er einnig skráð sem geymsla íbúðarinnar. Þrjú svefnherbergi, öll nokkuð rúmgóð. Bílskúrinn er fyrir neðan húsið á lóðinni, með rafdrifnum hurðaopnara.


Forstofa/hol: Góður, tvöfaldur fataskápur með rennihurðum, flísar á forstofu, Parketlagt hol, góður skápur með rennihurðum.
Stofur: Bjartar með parketi á gólfum, útgengt út á suðvestur rúmgóðar útsýnis svalir.
Eldhús: Falleg innrétting með ljúflokunum á skúffum og glerflísar á milli skápa, gott skápa- og borðpláss, span helluborði, flísar á gólfi. Uppþvottavél og tvöfaldur ísskápur fylgja með í kaupunum. Rúmgóður borðkrókur.
Baðherbergi: Nýlega endurnýjað, flísar á gólfi og veggjum, rúmgott með walk-in sturtu og upphengt salerni, handklæðaofn og góðir skápar, opnanlegur gluggi.
Svefnherbergi: Parket á öllum gólfum, rúmgott hjónaherbergi með góðum fataskáp með rennihurðum, stærra barnaherbergið er með fataskáp.
Þvottahús/geymsla: Mosaik flísar á gólfi, skápur sem fylgir með í kaupunum. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Þvottasnúrur og opnanlegur gluggi.
Svalir: Mjög skjólgóðar "grill" svalir með frábæru útsýni.
Bílskúr: Skráður 23,6 fm með rafdrifnum hurðaopnara.
Lóðin: Snyrtilegur stór sameiginlegur 1.502  fm. garður. 

Að sögn eigenda hefur húsið fengið gott viðhald í gegnum tíðina, en árið 2016 voru allir gluggar málaðir að utan og skipt um lamir á öllum opnanlegum gluggum. Sameiginlegar lagnir inn í húsið voru endurnýjaðar árið 2021, Húsið verður málað núna í vor og þak yfirfarið, seljendur munu borga þann kostnað.

- Fjölskyldu væn eign á frábærum stað í suðurhlíðum Kópavogs.
- Baðherbergi endurnýjað árið 2020.
- Öll tæki í eldhús eru ný, frá 2023.
- Nýjir ofanr í eldhúsi og stofu, og nýtt gler í eldhúsi.
- Sólargluggtjöldin eru frá Álnabæ.
- Ljósleiðari komin inn í íbúðina.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð, skjólsæll og gróinn staður í suðurhlíðum Kópavogs þaðan sem stutt er í leikskóla, skóla, verslanir, almenningssamgöngur og þjónustu auk þess sem stutt er út á aðalbraut. Stutt er í góðar gönguleiðir í Kópavogsdalnum sem er frábær til útvistar.

Allar nánari uppl. og skoðun veitir:  Jóhann Friðgeir, lgf. GSM: 896-3038 e-mail: johann@hofdi.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42