Þangbakki 10, 109

Fjarlægð/Seld - Eignin var 1 dag á skrá

Verð 58,7
Stærð 82
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 720
Skráð 18.9.2023
Fjarlægt 20.9.2023
Byggingarár 1979
mbl.is

FASTEIGNASALAN TORG KYNNIR: FLOTT ÍBÚÐ – NÝUPPGERÐ 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á 8. HÆÐ Í LYFTUFJÖLBÝLI MEÐ SUÐURSVÖLUM MEÐFRAM ALLRI ÍBÚÐINNI OG PANORAMA ÚTSÝNI. Íbúðin skiptist í opið rými sem er forstofa, eldhús, stofa og borðstofa, 2 svefnherbergi og baðherbergi. Göngufæri í alla helstu þjónustu. Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, lgfs., í síma 837.8889 eða hjá johanna@fstorg.is
 
NÁNARI LÝSING: Húsið er vel við haldið 9 hæða lyftufjölbýli byggt árið 1979 með nýrri lyftu og nýjum mynddyrasíma staðsett á besta stað í Mjóddinni rétt við alla helstu þjónustu, s.s. verslanir, læknaþjónustu og apótek, Strætó, skóla og leikskóla. Húsið var málað að utan fyrir nokkrum árum og nýlega voru svalagólf máluð. Íbúðin sjálf var uppgerð á sl. ári og var veggur fyrir eldhúsi tekin niður og íbúðin gerð opnari og bjartari. Allar innréttingar í eldhúsi, skápar, hurðir og gólf endurnýjuð.
Forstofuhol: Opin með tvöföldum fataskáp.
Eldhús/Stofa/Borðstofa: Rúmgott og smart opið rými með viðarlitri L-laga innréttingu í stíl við gólfefnin. Tenging fyrir þvottavél er í eldhúsi en einnig innbyggð uppþvottavél (40 cm á breidd) sem fylgir. Útgengt á suðursvalir. Stofan/borðstofan opin og björt með stórum gluggum.  
Hjónaherbergi: Rúmgott með skápum yfir heilan vegg.  
Barnaherbergi: Nú nýtt sem vinnustofa, um 8 fm.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með baðkari og upphengdri sturtu (var breytt en auðvelt að breyta aftur) og innréttingu við vask. Upphengt salerni.
Gólfefni: Sama harðparket á gólfum allrar íbúðarinnar nema á baðherbergi.  
Sérgeymsla/Sameign: Á 8. hæð er sameiginlegt þvottahús fyrir þessa hæð. Á jarðhæð er 5,5 fm sérgeymsla og sameiginleg vagna- og hjólageymsla.  
Viðhald: Húsið var múrviðgert og málað að utan (2015) og 2019 var lóðin fyrir framan húsið endurnýuð, m.a. lagðar nýjar hellur, blómakassar, gróður, leiktæki o.fl. Fyrir örfáum árum var skipt um teppi í sameign og á síðasta ári var sett ný lyfta í húsið og settur nýr mynddyrasími. Nú síðast voru svalagólf máluð.
Flott nýuppgerð íbúð í vel við höldnu húsi á frábærum stað  í Mjóddinni þaðan sem stutt er í alla helstu þjónustu. Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, lgfs., í síma 837.8889 eða hjá johanna@fstorg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila; 2. Þinglýsingargjald kr.  2.700.- kr. af hverju skjali; 3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum; 4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27