Akbraut ., 851

Fjarlægð/Seld - Eignin var 54 daga á skrá

Verð 170,0
Stærð 951
Tegund Einbýli
Verð per fm 179
Skráð 28.1.2023
Fjarlægt 24.3.2023
Byggingarár 2010
mbl.is

Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s. 896 9565 og Hús fasteignasala kynna í einkasölu: 
Akbraut í Rangárþingi ytra, kúabú í fullum rekstri á kirkjujörð á mjög fallegum útsýnisstað á bökkum Þjórsár.
Um er að ræða nýlegt íbúðarhús og fjós með legubásum og mjaltabás, hvort tveggja byggt árið 2010, og tvö eldri útihús, fjárhús og uppeldishús fyrir nautpening.  Einnig bústofn, hluti framleiðsluréttar (92.667L) vélakostur og tæki til búskapar.
Hagakirkja á hluta framleiðsluréttarins  (40.539L) og jörðina alla en henni fylgja veiðiréttur í Þjórsá og Veiðivötnum, og upprekstrarréttur á Holtamannaafrétti.
--
Íbúðarhúsið skráð 210fm með bílskúrnum, 5-6herbergja og er á tveimur hæðum. Sú neðri er steypt en efri hæðin timburhús frá SG Húsum á Selfossi, gólfplatan milli hæða steypt. Inngangur er á efri hæð og komið þar inn í flísalagða forstofu með hengi fyrir yfirhafnir og tréstiga upp í parketlagt og panelklætt risrými, ekki full lofthæð þar.   Forstofuherbergi með tvöföldum fataskáp og parketi á gólfi.  Þá sjónvarpshol, stofa, borðstofukrókur og eldhús, allt í opnu parketlögðu rými og upptekin loft nema í sjónvarpsholinu. Gengt út á pall við austurenda hússins úr stofu, þak hússins nær yfir hann. Tréstigi niður á neðri hæð, rúmgóður bílskúr þar með innkeyrsludyrum og gönguhurð, köld geymsla inn af honum og þvottahús með máluðu gólfi og skolvaski í vinnuborði.  Austurendi neðri hæðar er lokað rými sem gæti verið sér íbúð og samanstendur af svefnherbergi og stærra rými sem gæti verið stofa og eldhús, og stórt gluggalaust baðherbergi með sturtu, klósetti, handklæðaofni og handlaug á innréttingu, epoxy á gólfi þess og upp á vegg í sturtunni en plastparket á gangi, herbergi og stofu. 
--
Fjósið er 741fm stálgrindahús frá Landstólpa, klætt með PIR samlokueiningum, mænisgluggi til loftræstingar og áburðarkjallari undir að stórum hluta. Þar eru í dag 47 legubásar fyrir kýr og uppeldisstíur fyrir kvígur og kálfa, en hægt væri að koma fyrir fleiri legubásum eða fyrir allt að 60 kýr ef uppeldi væri í öðru húsi. Mjaltabás með 10 tækjum og tveimur fötutækjum fyrir frátökumjólk, 2000L mjólkurtankur, klósett og skrifstofuherbergi.  Fjórar misstórar innkeyrsludyr, og síló fyrir kjarnfóður.  Í dag eru 25 mjólkandi kýr í fjósinu sem dugar til að fylla upp í núverandi framleiðslurétt sem er samtals 133.206 lítrar í mjólk.   Ekkert greiðslumark fyrir sauðfé er á jörðinni. 
--
Fjær bænum eru svo eldri útihúsin tvö, fjárhús sem samanstendur af steyptri hliðarbyggingu á stálbragga, sem nýttur en til skjóls fyrir vélar, og eldishús fyrir nautpening, bæði nokkuð komin til ára sinna en þjóna þó hlutverki sínu nokkuð vel enn. 
--
Jörðin er skráð um 320ha en er líklega nær 400ha að sögn ábúanda, þar af um 62 ha ræktaðir.  Hún er sem fyrr segir í eigu Hagakirkju og leigir ábúandi hana gegn mjög vægu gjaldi.   
---
Allur bústofn og núverandi véla- og tækjakostur til búskapar fylgir við sölu.

Nánari upplýsingar veitir Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali, í síma 896 9565, tölvupóstur loftur@husfasteign.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald samkv. gjaldskrá lánasofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hús Fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita jafnvel til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46
Mynd 47
Mynd 48
Mynd 49
Mynd 50
Mynd 51
Mynd 52
Mynd 53
Mynd 54
Mynd 55
Mynd 56
Mynd 57
Mynd 58
Mynd 59
Mynd 60
Mynd 61