18.09.2023 1163248

Fiskakvísl 1

110 Reykjavík

hero

Verð

102.900.000

Stærð

199.8

Fermetraverð

515.015 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

82.450.000

Fasteignasala

LIND Fasteignasala

Símanúmer


Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 17 daga.


Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

LIND fasteignasala og Ragnar Þorsteinsson lgf., kynna í einkasölu afar rúmgóða og spennandi fjölskylduíbúð með fjórum svefnherbergjum og tveimur stofum. Íbúðin er á frábærum stað í höfuðborginni, þaðan sem stutt er í alla þjónustu, m.a. á Höfðanum, verslanir á Hálsunum, auk þess sem greiðar samgöngur eru í Mjóddina og á stofnæðarnar - Vesturlands- og Suðurlandsvegur. Stutt fjarlægð í útivistarsvæði Elliðaárdals og skóli í göngufæri. Í kjallara er 12 fm geymsla sem hægt væri að nota sem herbergi eða vinnuaðstöðu. Undir súð er einnig geymslupláss sem ekki er talið í fermetrafjölda íbúðarinnar.

Íbúðin er á efstu hæð í stigagangi sem telur aðeins fjórar íbúðir. Íbúðin er á tveimur hæðum og nýtur útsýnis m.a. Snæfellsjökull, Akrafjall, Esja og eins sést til Bláfjalla. 
Neðri hæð skiptist í rúmgott, endurnýjað eldhús með góðri innréttingu og endurnýjuðum tækjum.  Þvottahús með flísum á gólfi og góðu skápaplássi.  Stofa er björt og rúmgóð með ljósum flísum á gólfi, þaðan er útgengt á suðursvalir.  Fallegur arinn er í stofu.  Hjónaherbergi er með fataskáp og útgengt er á sömu svalir og frá stofu.  Tvö önnur svefnherbergi eru á sömu hæð en annað þeirra er með sér svölum er vísa í norður.
Frábært útsýni er frá þessum tveimur herbergjum og sama má segja með eldhúsið þar sem m.a. Esjan skartar sínu fegursta.
Endurnýjað baðherbergi, með nýjum flísum á golfi og tveimur veggjum, upphengdu salerni, walk-in sturtu, innréttingu og blöndunartækjum. Handklæðaofn settur upp og hiti í gólf..
Á efri hæð er eitt svefnherbergi og rúmgóð stofa.  Efri hæðin er ögn undir súð og þar eru m.a. geymslurými, svo hæðin því vel nýtt.
Gluggar hússins hafa verið yfirfarnir og skipt út eftir þörfum. M.a. er nýr gluggi á suðurhlið í stofu. Þak hússins var yfirfarið 2020 og skipt um járn og pappa. Á sama tíma voru þakgluggar íbúðarinnar endurnýjaðir.

Góður bílskúr fylgir íbúðinni og í kjallara snyrtilegrar sameignar er stór sérgeymsla ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.  Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa gefið það út að áætlað sé að heimila aukaíbúðir skv. breyttu hverfisskipulagi í Ártúnsholti, Árbæ og Selás og mögulega mætti því breyta bílskúr í slíka íbúð ef af verður.
Bílaplan fyrir fram hús er upphitað með frárennsli hitaveitu.

Fiskakvísl 1 er virkilega áhugaverð, vel skipulögð og rúmgóð fjölskyldueign, sem vert er að skoða nánar.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Þorsteinsson, löggiltur fasteignasali í s. 897 3412 eða [email protected]

Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 9 samstarfsaðilum: 
Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan,
Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak og Dorma. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

Samskiptasaga eignar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband