Neðri-Dalur, 801

Fjarlægð/Seld - Eignin var 21 dag á skrá

Verð 1.200,0
Stærð
Tegund Lóð/Jarðir
Verð per fm
Skráð 6.5.2017
Fjarlægt 27.5.2017
Byggingarár
mbl.is

STAKFELL S. 535-1000 KYNNIR TIL SÖLU: NEÐRI DALUR Í BISKUPSTUNGUM

Vorum að fá til sölumeðferðar jörðina Neðri Dalur í Biskupstungum, landnúmer 167157. Um er að ræða mjög stóra jörð við hliðin á Geysi í Haukadal. Jörðin er landmikil náttúruperlu sem er um 1200 ha að stærð, þar af láglendi um 400 ha. Jörðin er mjög vel fallin til útivistar og ferðamennsku. Meðal húsakosta á jörðinni er íbúðarhús byggt 1946, 303,4 m² , og hlaða byggð 1973, 285,8 m²

Íbúðarhúsið stendur undir hlíðum Bjarnarfells, sem er vaxið birki upp í miðjar hlíðar. Láglendið er að hluta til ræktuð tún og er allt vel gróið. Vellirnir bak við Bjarnarfell eru vaxnir lággróðri.
Til staðar er nokkurt magn af nýtanlegu heitu vatni á jörðinni og þær prófanir sem gerðar hafa verið, gefa vísbendingu um talsvert meira magn af heitu vatni í jörðu. Einnig er á jörðinni góð kaldavatnslind. Aðgengi að Jörðinni er mjög gott og er hún í alfaraleið, við hliðin á Geysissvæðinu. Jörðinni fylgir lögbýlið Stallar, landnúmer 167170, sem er við þjóðveginn, nær Geysissvæðinu. 

Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að eignast jörð sem býður upp á óþrjótandi möguleika til uppbyggingar í útivist og ferðamennsku.

Nánari upplýsingar veita:
ÞORLÁKUR ÓMAR EINARSSON Framkvæmdastjóri Löggiltur fasteignasali GSM: 820 2399 thorlakur@stakfell.is
BÖÐVAR SIGURBJÖRNSSON Lögfræðingur GSM: 660 4777 bodvar@stakfell.is
EINAR S. VALDIMARSSON M.Sc. Viðskiptafræðingur Löggiltur fasteignasali GSM 840-0314 einar@stakfell.is

Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13