Víðihlíð 33, 105

Fjarlægð/Seld - Eignin var 21 dag á skrá

Verð 149,0
Stærð 319
Tegund RaðPar
Verð per fm 467
Skráð 8.6.2023
Fjarlægt 30.6.2023
Byggingarár 1983
mbl.is

LANDMARK fasteignamiðlun og Þórey Ólafsdóttir löggiltur fasteignasali, félagsmaður í Félagi fasteignasala kynna í einkasölu vel skipulagt endaraðhús með bílskúr á vinsælum stað í Hlíðunum. Gróinn garður með nýlegri timburverönd, mikil veðursæld og matjurtagarður á baklóð. Húsið er á þremur pöllum, stór bílskúr og möguleiki á auka íbúð í kjallara.
 
Birt stærð séreignar er 318,9 fm hjá FMR en þar af er íbúðarrými 258,5 fm og bílskúr 60,4 fm. 
 
Stofa, borðstofa og arinstofa, eldhús, fjögur svefnherbergi í dag, fataherbergi innaf hjónaherbergi, þrjú baðherbergi og þvottahús. Miklir möguleikar í kjallara.
 
Frekari upplýsingar veitir Þórey Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali / B.Sc. í viðskiptafræði í síma 663 2300 eða smellið hér fyrir söluyfirlit og frekari upplýsingar.
 
Nánari lýsing aðalhæð (98,5 fm) 
Forstofa
með fatahengi, flísar á gólfi.
Gestasalerni með glugga, handlaug og salerni, flísar á gólfi.
Hol eða opið miðrými, parket á gólfi.
Stofa, rúmgóð og björt, parket á gólfi.
Borðstofa og arinstofa með fallegum arni, flísar á gólfi og útgengt á SV verönd.
Húsbóndaherbergi / sjónvarpskrókur, parket á gólfi og útgengt á baklóð.
Eldhús með L laga eldri innréttingu og borðkrók, bakaraofn í vinnuhæð og tengi fyrir uppþvottavél, parket á gólfi.
 
Nánari lýsing í risi (61,5 fm skráðir, stærri gólfflötur)
Hjónaherbergi
með fataherbergi, parket á gólfi og útgengt SV svalir.
Barnaherbergi I, parket á gólfi.
Barnaherbergi II, parket á gólfi.
Baðherbergi, flísalagt með glugga, upprunalegt með innréttingu, salerni, baðkari og sturtu.
Þvottahús með glugga, dúkur á gólfi.
 
Nánari lýsing kjallari (98,5 fm, innangengt af stigapalli og gegnum bílskúr)
Opið hol eða miðrými
, parket á gólfi og innangengt í bílskúr.
Svefnherbergi, mjög rúmgott og parket á gólfi.
Geymsla með glugga, mjög rúmgóð með glugga og gólf málað.
Geymsla, mjög rúmgóð og gólf málað.
Baðherbergi, óinnréttað og gólf málað.
 
Bílskúr (60,4 fm) með gluggum, bílskúrs- og gönguhurð.
 
Húsinu hefur verið vel við haldið, skipt um járn og pappa á þaki sumarið 2017, skipt um þakglugga í þvottahúsi og fataherbergi árið 2019 og víðast hvar annarsstaðar á árunum 2021-2022. Húsið var málað utan sumarið 2020, verönd og skjólveggir endurbyggðir sumarið 2021. Lóðin gróin og skjólsæl, afgirt timburverönd og matjurtagarður á baklóð.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46
Mynd 47
Mynd 48
Mynd 49
Mynd 50
Mynd 51
Mynd 52
Mynd 53
Mynd 54
Mynd 55