Rökkvatjörn 6G, 113

Fjarlægð/Seld - Eignin var tekin út samdægurs

Verð 78,9
Stærð 106
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 743
Skráð 30.1.2023
Fjarlægt 31.1.2023
Byggingarár 2022
mbl.is

Miklaborg kynnir: Vel skipulagðar 2ja til 5 herbergja íbúðir í fjölbýlishúsi á þremur hæðum. Burðarvirki hússins er CLT burðarkerfi sem er krosslímt gegnheilt timbur og er sagður heilsueflandi og umhverfisbætandi byggingarmáti. Húsið er klætt með fallegri rafbrynjaðri báru sem gefur húsinu sérlega fallegt útlit. Náttúrulegar íbúðir. Allar íbúðirnar eru með sérinngangi.

Vel skipulögð og björt 106,2 fm 4ra. herbergja endaíbúð á tveimur hæðum, sérinngangi. Tvennar svalir til suðurs og tvö baðherbergi.

NÁNARI LÝSING:  Neðri hæð: Komið inn í hol með skápum. Holið tengir saman þrjú svefnherbergi sem eru á hæðinni, ásamt baðherbergi. Hjónaherbergið er með skápum og svölum til suðurs. Baðherbergi með sturtu, tengi fyrir þvottavél og góðri innréttingu. Úr holi er gengið upp teppalagðan stiga sem tengir hæðirnar saman. Undir stiga er geymsla.
Efri hæð:  Alrými með aukinni lofthæð sem tengir saman eldhús og stofu.  Eldhúsið er með fallegri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél. Stofa er rúmgóð og björt, úr henni er gengið út á svalir til suðurs. Baðherbergi er með sturtu og fallegri innréttingu. Geymsla er innan íbúðar. Íbúðirnar eru afhentar án gólfefna en baðherbergi er flísalögð.

Húsið er sérlega vel skipulagt og með lítilli sameign að undanskilinni hjóla- og vagnageymslu sem er frístandandi á lóð. Fjöldi bílastæði eru á lóðinni. Allar innréttingar og tæki eru af vandaðri gerð. Húsið er klætt með rafbrynjaðri báru á móti viðahaldslítilli bambus viðarklæðningu.

Allar innréttingar eru frá VOKE 3 og eru skúffur og skápar með ljúflokun, hitaþolin borðplata.  Skápar eru úr sprautuðu MDF efni í mjúkum gráum tón og borðplata og höldur svartar. Framhlið fyrir ísskáp og uppþvottavél fylgja fyrir innbyggð tæki. Undirlímdur vaskur er í eldhúsi.

Allar nánari upplýsingar gefa:

Ólafur Finnbogason löggiltur fasteignasali í síma 822 2307 eða olafur@miklaborg.is

Kjartan Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma 663-4392 eða kjartan@miklaborg.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4