Lyngháls 1, 110

Fjarlægð/Seld - Eignin var 15 daga á skrá

Verð 1.260,0
Stærð 3.818
Tegund Atv.
Verð per fm 330
Skráð 9.12.2019
Fjarlægt 24.12.2019
Byggingarár 1981
mbl.is

***DOMUSNOVA KYNNIR ATVINNUHÚSNÆÐI MEÐ MIKLA STÆKKUNARMÖGULEIKA***

Um er að ræða steinsteypt atvinnuhúsnæði, sem er í dag notað sem prentsmiðja, byggt árið 1981 og 2001. Húsið er á steyptum burðarsúlum, sem auðveldar allar breytingar á innraskipulagi þess. Heildarflatarmál eignarinnar er 3817,9 fm. og skiptist hún í tvo eignarhluta, 01-0201 (iðnaður) 3523,1 fm og 02-0101 (skrifstofa) 294,8 fm. Viðbyggt við aðalhúsið er stálgrindarhús, sem var byggt árið 2001.Lóðin er skráð sem iðnaðar- og athafnalóð og er stærð hennar 8539 fm. Töluverður ónýttur byggingarréttur er á lóðinni en hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar er 1,1.

Húseignin stendur á hornlóð við Lyngháls að ofanverður og Krókháls að neðanverður, út við Hálsabraut. Aðkoma að húsinu er frá Lynghálsi, sem og Krókhálsi. Lóðin er vel frágengin og gróin. Gámaaðstaða er á lóðinni og öll bílastæði eru malbikuð. Lyfta er í húsinu, sem og stigi á milli hæða. Mikið útsýni er af hæðunum. Innkeyrsludyr er inn í húsnæðið Krókhálsmegin og er mögulegt að fjölga þeim. Eignin er vel staðsett, m.t.t. til stofnbrauta og með gott auglýsingagildi.

Um er að ræða spennandi eign sem gæti hentað undir ýmiskonar starfsemi og mögulegt er að skipta henni upp. Húsið er á steyptum burðarsúlum, sem auðveldar allar breytingar á innraskipulagi þess. Öflugt loftræstikerfi er í húsinu og rafmagninntak, þá er vararafstöð í eigninni. Húsið var á sínum tíma notað af Íslenskri erfðagreiningu. 

Skipting eignarinnar:
1. hæð. 1.246,5 fm. Prentsalir, lager vörumóttaka, o.fl.
2. hæð. 1.230,2 fm. M.a. prentsalur, vinnusalur, matsalur.
3. hæð. 974,4 fm. Skrifstofur. 72,0 fm. Lyfturými. 294,8 fm. Viðbygging Samtals 3.817,9 fm.

Lofthæð.
1. hæð: 380 cm.
2. hæð: 320 cm.
3. hæð: 280 cm.

Nánari upplýsingar veita:
Agnar Agnarsson löggiltur fasteignasali / s.8201002 / agnar@domusnova.is
Snorri Björnsson löggiltur fasteignasali / s. 699-4407 / snorri@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.



 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2