Starhagi 7, 107

Fjarlægð/Seld - Eignin var 48 daga á skrá

Verð 54,9
Stærð 62
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 893
Skráð 28.1.2023
Fjarlægt 17.3.2023
Byggingarár 1932
mbl.is

Heimili fasteignasala kynnir skemmtilega 61,5 fm. lítið niðurgrafna jarðhæð með sérinngangi á Starhaga 7, í einu vinsælasta hverfi Reykjavíkur.  Húsið er virkilega vel staðsett og nýleg tvöföld hurð út í bakgarð gefur íbúðinni mikið gildi. Óheft útsýni til Bessastaða, Keilis og Reykjaness.   

Snyrtileg aðkoma er að húsinu.  Gengið er niður nokkur þrep og komið inn í litla forstofu með flísum á gólfi.  Þaðan er gengið inn gang, inn í bjart og opið eldhús- og stofurými. Hægra megin við ganginn er baðherbergi með flísum á gólfi, sturtuklefa, hvítri innréttingu við vask og tengi fyrir þvottavél.  Vinstra megin við gang er svefnherbergi með góðu skápaplássi. Viðarinnrétting með gas-helluborði í eldhúsi, ofn og fallegur háfur.  Flísar á vegg yfir innréttingu.  Parket á gólfum nema forstofu og baðherbergi.
- Ljósleiðari er kominn inn í íbúðina.

Skipt hefur verið um alla glugga, sett ný útihurð og tvöföld garðhurð úr stofu út á hellulagðan reit og pall í sólríkum bakgarði til suðurs. Rafmagnstafla og frárennsli hefur verið endurnýjað.  Eignin er tóm og fengist afhent við kaupsamning.

Mjög stutt að ganga á háskólasvæðið, í leikskóla og miðbæinn.  Utan við lóðina eru grænar flatir og aðeins spottakorn niður í fjöruna. Hljómar kannski undarlega að tala um jarðhæð og útsýni í sömu setningu, en hér er það tilfellið. 
Húsið á sér merka sögu, byggt árið 1932 af Daníel Ágústi Daníelssyni lækni og fjölskyldu hans en fyrstu árin var rekið fæðingarheimili á jarðhæðinni!

LAUS VIÐ KAUPSAMNING.

Fágætt tækifæri til að hreiðra um sig í hlýlegu húsi á þessum einstaka stað, þar sem kyrrðar nýtur og ströndin kallar á þig. 

Nánari upplýsingar veitir Ragnar Þorgeirsson, löggiltur fasteignasali,  í síma 774 7373 eða ragnar@heimili.is 


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni í 20 ár.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29