Furugrund 60, 200

Fjarlægð/Seld - Eignin var 29 daga á skrá

Verð 57,0
Stærð 88
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 651
Skráð 7.12.2022
Fjarlægt 6.1.2023
Byggingarár 1974
mbl.is

LANDMARK fasteignamiðlun og Þórey Ólafsdóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu bjarta og rúmgóða 3ja – 4ra herbergja 2. hæð (efstu hæð) með miklu útsýni í litlu fjölbýli við Furugrund við Fossvogsdal í Kópavogi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, leikskóla og skóla. Eignin er mikið endurbætt að innan með merktu bílastæði framan við húsið og stórum suðursvölum. 
 
Íbúðin skiptist í forrými, stofu/borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og auka herbergi í kjallara, skráð föndurherbergi í eignaskiptasamning en má nota á margan hátt. Eigninni fylgir sér geymsla sem er ekki inni í skráðum fm hjá FMR og hlutdeild í sameign hússins, sameiginlegu þvottahúsi, hjóla- og vagnageymslu. Aðstaða þvottavélar fyrir íbúðina í sameiginlegu þvottahúsi er við glugga.
 
Birt stærð eignar er 87,5 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands en þar af er herbergi í kjallara 12,1 fm. Fasteignamat næsta árs er 51.750.000 kr. 
 
Nánari lýsing

Forrými með parket á gólfi.
Stofa / borðstofa, parket á gólfi og útgengt á stórar suðursvalir.
Eldhús með hvítri innréttingu með, bakaraofn í vinnuhæð og tengi fyrir uppþvottavél, parket á gólfi.
Hjónaherbergi, rúmgott með nýlegum fataskáp, parket á gólfi.
Barnaherbergi með fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi flísalagt með innréttingu, upphengdu salerni og baðkari með sturtustöng.
Herbergi í kjallara með glugga (12,1 fm), parket á gólfi.
Geymsla með hillum í kjallara sem er ekki inni í skráðum fm FMR.
Bílastæði, merkt bílastæði við framan við húsið.
 
Eignin er töluvert endurbætt að innan en nýlega var skipt um eldhúsinnréttingu, fataskápa, innihurðar og harðparket en þá var einnig skipt um rofabúnað. Í eigninni er einnig nýlegur myndavéladyrasími.

Frekari upplýsingar veitir Þórey Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali / B.Sc. í viðskiptafræði í síma 663 2300 eða thorey@landmark.is
 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32