Reynihlíð 17, 105

Fjarlægð/Seld - Eignin var 27 daga á skrá

Verð 165,6
Stærð 298
Tegund RaðPar
Verð per fm 556
Skráð 31.3.2023
Fjarlægt 28.4.2023
Byggingarár 1983
mbl.is

Miklaborg kynnir: Vel skipulagt tæplega 300 fm endaraðhús á pöllum með bílskúr og aukaíbúð á jarðhæð. Skiptist í 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, stofur, aukaíbúð, óskráð rými. Stórir gluggar setja sterkan svip á eignina. Gróinn garður með sólpöllum og einstök veðursæld. Hentar afar vel fyrir fjölskyldufólk. Eignin er skráð 253,3 fm en er í raun nær 300 fm sökum óskráðs rýmis í kjallara. Bókið skoðun: Jason Kr. Ólafsson, s. 7751515 - jko@miklaborg.is löggiltur fasteignasali.

Nánari lýsing:
Neðri pallur: Komið er inn í rúmgóða forstofu og hol með góðu skápaplássi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með ljósri innréttingu, steini á borðum og sturtu, baðkari og salerni. Rúmgott svefnherbergi með góðu skápaplássi og útgengi á vesturpall. Gott barnaherbergi með skápum. Gengið niður örfá þrep úr holi í stórt fjölskylduherbergi/svefnherbergi.

Miðpallur: Eldhús með ljósri innréttingu og ljósum steini á vinnuborðum. Borðstofa er staðsett við stóra glugga þar sem opið er milli hæða og mikil og góð birta.
Efri pallur: Stórar stofur með miklum gluggum, arinstofu og útgengi á á hellulagðar svalir.
Efsti pallur: Góðar stofur sem gætu nýst sem t.d.sjónvarpsstofa/skrifstofa. Opið er milli hæða með stórum gluggum og góðri birtu.
Aukaíbúð: Sérinngangur er að íbúðinni bakatil við húsið. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með sturtu og innréttingu með steinborðplötum. Eldhús með fallegri hvítri innréttingu og flísum á gólfi.  Stór og góð stofa með parketi á gólfi. Gott svefnherbergi með parketi á gólfi. Með afar einföldum hætti er hægt að opna aftur milli íbúðar og aðaleignar.
Kjallari:  Stór geymsla og þvottahús sem ekki eru í skráðri fermetratölum hússins skv. Þjóðskrá Íslands.
Bílskúr: Bílskúr í bílskúrslengju sem er 25,7 fm. að stærð. með hita og rafmagni. Möguleiki að útbúa litla íbúð í bílskúrnum.

Húsið hefur hlotið gott viðhald í gegnum tíðina. Húsið var málað að utan fyrir ca. 5 árum. Skipt hefur verið um gler og gluggalista að mestu leyti ásamt rennihurð út á svalir. Ný bílskúrshurð var sett upp árið 2019.

Í nágrenni við húsið er Nauthólsvíkin, barnaleikvöllur og gangstígur undir Bústaðaveg. Stutt er í búðir, t.d. í Suðurver og Kringluna.

Nánari upplýsingar veitir: Jason Kristinn Ólafsson s. 775 1515 - jassi@miklaborg.is  löggiltur fasteignasali

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40