Vesturberg 145, 111

Fjarlægð/Seld - Eignin var tekin út samdægurs

Verð 134,9
Stærð 259
Tegund Einbýli
Verð per fm 521
Skráð 7.12.2022
Fjarlægt 8.12.2022
Byggingarár 1974
mbl.is

LANDMARK kynnir:  Fallegt 259,1 fm einbýlishús á einstökum útsýnisstað í Reykjavík neðst í botnlangagötu.  4-5 svefnherbergi í húsinu - tvö baðherbergi og gestasalerni - 2 stofur.  Hús klætt viðhaldsléttri klæðningu með afar fallega lóð með heitum potti og afgirtri verönd. Íbúðarrými 229,9 fm og bílskúr 29,2 fm.

Endurbætur undanfarin ár:  Árið 2012 var þak endurbætt, pappi endurnýjaður og þakjárn.  Húsið var klætt að utan fyrir nokkrum árum.  Baðherbergi og gestasalerni á aðalhæð endurnýjuð árið 2015.  Ofnar endurnýjaðir að hluta til.

Forstofa er flísalögð með fataskáp.
Hol er inn af forstofu með flísum á gólfi og þakgluggum.  Gestasalerni inn af holi. Endurnýjað árið 2015.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með baðkari, steyptri sturtu, fallegri innréttingu og lýsingu.  Endurnýjað árið 2015. Hannað af Rut Kára.
Þrjú til fjögur svefnherbergi á herbergjagangi.  Tvö svefnherbergi hafa verið sameinuð í eitt rúmgott.  Útgengt úr hjónaherbergi út á lóð og þar eru fataskápar.  Fataskápar einnig á gangi.
Eldhúsið er með eldri snyrtilegri innréttingu og nýlegri borðplötu.  Góð aðstaða fyrir eldhúsborð.  Inn af eldhúsi er þvottahús með innréttingu.
Stofan á neðri hæð er flísalögð og þaðan er útgengt út á hellulagða verönd með skjólvegg og heitum potti.

Stofa á efri hæð er með parketi á gólfi og einstaklega fallegt útsýni yfir skóglendi og vestur yfir Reykjavík og út á sjó.

Í kjallara er rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfi.  Inn af því er salerni og lítið fataherbergi.  Góð geymsla er í kjallara og einnig er geymslurými undir stiga.

Bílskúr er 29,2 fm og er í bílskúrslengju ofan við húsið.  Bílastæði er á lóð fyrir framan húsið. Lóðin var hönnuð af Stanislas Bohic og er sérlega snyrtileg með hellulögn og verönd með skjólvegg , heitum potti og geymsluhúsi.

Fasteignamat 2023 verður 98.000.000

Upplýsingar veitir Sigurður Samúelsson Lgf í síma 896-2312 eða ss@landmark.is
---------------------------------------------------------------

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46
Mynd 47
Mynd 48
Mynd 49
Mynd 50
Mynd 51
Mynd 52
Mynd 53
Mynd 54