Korngarðar 2, 104

Fjarlægð/Seld - Eignin var 56 daga á skrá

Verð 910,0
Stærð 3.230
Tegund Atv.
Verð per fm 282
Skráð 6.12.2021
Fjarlægt 1.2.2022
Byggingarár 2000
mbl.is

Atvinnueign kynnir í einkasölu heildareignina við Korngarða 2, 104 Reykjavík, samtals 3.230,5 fm skrifstofu- og þjónustuhúsnæði.
Leiga á húsnæðinu að hluta eða í heild kemur einnig til greina.

Um er að ræða 3.230,5 fm húsnæði á 5.075 fm lóð við Korngarða 2. Húsnæðið er steypt og álklætt og skiptist í tvær samliggjandi skrifstofubyggingar á tveim hæðum, jarðhæðin er 1.623,7 fm og önnur hæðin er 1.456,3 fm., tæknirýmið er 150,5 fm. Húsnæðið er vandað í alla staði, margar stærðir af skrifstofum og fundarherbergjum, kynjaskipt salerni og sturtuaðstaða er til staðar. Kerfisloft með lýsingu er í loftum. Rúmgott mötuneyti er á 2. hæð. Á gólfum er steinteppi og dúkur, flísar á votrýmum. Útgengi er á þakgarð sem er í miðju húsinu.

Lóðin fyrir framan húsið er malbikuð og vel frá gengin, fjöldi bílastæða eru við húsið. Margir inngangar eru í húsið og er lyfta til staðar.

Allar nánari upplýsingar á og utan opnunartíma veitir:
Halldór Már Sverrisson löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur í síma 898-5599 eða halldor@atvinnueign.is
 
Á vefsíðu okkar getur þú fundið fleiri eignir sem og kynnt þér þjónustu Atvinnueignar ehf, www.atvinnueign.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign og greiðist við kaupasamning:
-Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila.
-Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er 2.500 kr. af hverju skjali.
-Umsýslugjald fasteignasölu 69.900 kr.
-Annar kostnaður t.d. skilyrt veðleyfi / skjalagerð 15.000 kr.
-Lántökugjald vegna veðlána og eru gjöld þessi mismunandi  eftir lánastofnunum, sjá nánar á vefsíðu viðeigandi stofnunar.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Því skorar Atvinnueign á alla væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og eftir atvikum leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

        - Atvinnueignir eru okkar fag -

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38