Breiðamýri 3, 800

Fjarlægð/Seld - Eignin var 7 daga á skrá

Verð 45,9
Stærð 137
Tegund Atv.
Verð per fm 335
Skráð 8.6.2023
Fjarlægt 16.6.2023
Byggingarár 2023
mbl.is

Lind Fasteignasala og Diðrik Stefánsson löggiltur fasteignasali kynna: Breiðamýri 3, Selfossi, nýtt og fullklárað atvinnuhúsnæði. Um er að ræða tvö samliggjandi bil á tveimur fastanúmerum merkt 0101 og 0102.

Bil 101 er 68,6 fm
Bil 102 er 68,5 fm

​​​​
Komin lokaúttekt og bilin því tilbúin til afhendingar.

Nánari lýsing:
Gólfplata er steinsteypt og vélslípuð, burðarvirki límtré, klæðning þaks og veggja úti og inni samlokueiningar með PIR einangun.
Innkeyrsludyr eru á hverju bili, 3m breiðar og 3,5m á hæð og göngudyr við hlið þeirra úr PVC efni eins og gluggarnir á bakhlið sem eru með tvöföldu einangrunargleri og björgunaropi.
Göngudyr endabila eru á endum húsanna.

Bilin eru hituð upp með hitablásurum og LED lýsing í lofti og yfir útidyrum, og gert er ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla í töflu hverrar einingar og þriggja fasa rafmagn. 
Einnig eru lagnir til staðar fyrir skolvask og klósett. 

Lóð malbikuð framan við húsin og eitt bílastæði framan við hvert bil á um 30fm sérnotafleti. Mulningur í lóð baka til og kvöð um aðgengi að inntaksrýmum.

Virðisaukaskattskvöð er á hvoru bili uppá u.þ.b. kr. 2,6millj. sem kaupandi yfirtekur.

Nánari upplýsingar veitir Diðrik Stefánsson löggiltur fasteignasali, í síma 6478052, tölvupóstur diddi@fastlind.is.

Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 9 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan,
Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak og Dorma. 


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

-----------------------------------------------------------------------

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7