Bíldshöfði 16, 110

Fjarlægð/Seld - Eignin var 3 daga á skrá

Verð Tilboð
Stærð 1.087
Tegund Atv.
Verð per fm
Skráð 28.1.2023
Fjarlægt 1.2.2023
Byggingarár 1985
mbl.is

Stakfell kynnir í sölu: 1.086,80 skrifstofuhúsnæði á eftirsóttum stað í Reykjavík. Eignarhlutinn sem um ræðir er öll þriðja hæð og hálf fjórða hæð. Sameiginlegar hellulagðar svalir eru til suðurs á 4. hæðinni. Tveir inngangar eru inn í hús, en aðalinngangur er sameiginlegur á 2. hæð baka til við húsið. Sameignin er björt og snyrtileg. Næg bílastæði og góð aðkoma að húsinu. Ókláruð eignaskiptayfirlýsing liggur fyrir, þar sem eigninni er skipt á þrjú fastanúmer, sem seljandi fær og sér um að klára undirskriftir og þinglýsa.
Afhending við kaupsamning.


Allar nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Þorláksdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 690-4966 eða matthildur@stakfell.is.

Nánari lýsing:
Þriðja hæð: Komið er inn á gang sem leiðir að alrými með móttöku og salerni en að öðru leyti er hæðin stúkuð upp í ca. 10 mismunandi stórar skrifstofur. Mikil og góð lofthæð í miðju rýmisins. Milliveggir eru léttir og allar breytingar eru auðveldar.
Fjórða hæð: Salerni eru sameiginleg fyrir alla hæðina og eru þau beint á móti stigapallinum. Gólfefni eru aðallega korkur. Öll gólfefni eru komin til ára sinna og þarfnast endurnýjunar. Milliveggir eru léttir og allar breytingar eru auðveldar.

*Seljandinn hefur ekki haft venjubundin afnot af húsnæðinu sem hefur staðið autt og er þekking hans á fasteigninni þar af leiðandi takmörkuð. Fasteignin er seld í því ástandi sem hún er og skorar seljandi á kaupanda að skoða fasteignina gaumgæfilega fyrir kaup með atbeina fagaðila.
Kaupverð tekur mið af ástandi eignarinnar sem selst í því ástandi sem hún var í við nákvæma skoðun kaupanda og hann sættir sig við að öllu leyti.


Allar nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Þorláksdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 690-4966 eða matthildur@stakfell.is.

Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.500 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.
 

Myndir

Mynd 1