Jaðar 17, 356

Fjarlægð/Seld - Eignin var 12 daga á skrá

Verð 25,9
Stærð 64
Tegund Sumarhús
Verð per fm 402
Skráð 15.2.2021
Fjarlægt 27.2.2021
Byggingarár 1988
mbl.is

Valhöll fasteignasala Síðumúla 27 108 Reykjavík sími 5884477 kynnir: Vorum að fá í sölu fallegt og vel byggt 64 fm heilsárshús við Jaðar 17 á Arnarstapa með einstakri staðsetningu byggt árið 1988 af Trésmiðjunni Akur Akranesi. Húsið er upprunalega byggt sem 53fm sumarbústaður ásamt geymslu en árið 2004 var byggður við tæpl 11fm sólskáli í vestur úr pvc plasteinungum frá Gluggar og Garðhús. Eignin er með tveimur svefnherbergjum, auk millilofts og glæsilegu útsýni á þessum einstaka stað við Arnarstapa á sunnanverðu Snæfellsnesi. Eignin stendur á 2000 fm leigulóð og er stutt í þjónustu sem er opin allt árið.

Skipting eignar: Anddyri, gangur, tvö svefnherbergi,baðherbergi stofa, eldhús,sólskáli, milliloft og geymsla.
Nánari lýsing: 
Anddyri: Gott anddyri með fatahengi og ljósgráu harðviðarparketi. Komið er inn í hol sem liggur að baðherbergi og svefnherbergjum ásamt björtu og opnu sameiginlegu rými eldhúss,stofu og sólskála. Allt rýmið er með nýlegu ljósgráu harðpaketi og hitalögnum í gólfi.Tvö rúmgóð svefnherbergi. Baðherbergi með  hvítri nýlegri innréttingu og sturtuklefa.
Bjart og gott alrými sem skiptist í stofu, eldhús og bjartan sólskála í vestur með einstöku útsýni.  Hægt er að ganga út um stóra rennihurð á sólskála út á stóran pall sem umlykur allt húsið. Opið eldhús með hvítri innréttingu,nýlegu ljósu harðparketi þar sem hiti er í öllum gólfum, ásamt rafmagnsofnum og  stækkanlegt borð og stólar í opnu og fallegu rými.
Rúmgott milliloft er yfir fremri hluta bústaðarins þe svefnherbergjum, baðherbergi og gangi. Geymsla sem er gengið inn í frá sólpalli. 
Ljósleiðaratenging er komin inn í húsið. Stór afgirtur sólpallur umlykur allt húsið og fyrir utan hann er trjágróður að vestanverðu en annars ósnert landslag að mestu leyti, þúfur fullar af berjalyngi. Húsið verður afhent með flestum húsgögnum,tækjum,sjónvarpi,ísskáp og fleiri innanstokksmunum. Eigninni hefur ávallt verið vel viðhaldið og var húsið allt málað að utan 2019 ásamt því að fúaverja pall og skjólveggi.

Upplýsingar: Arnarstapi er ein fegursta perla á sunnanverðu Snæfellsnesi og er um 180 km frá höfuðborgarsvæðinu og rúml 115km frá Borgarnesi. Svæðið allt um kring er margrómað fyrir einstaka fegurð sem og kyngimagnaðar sögur frá fyrri öldum ásamt fjölda fallegra gönguleiða í nágrenninu. Yfir Arnarstapa trónir svo hið formfagra fjall Stapafell í hlíðum Snæfellsjökuls. Einstakur kraftur Snæfellsjökuls flæðir um svæðið
Öll þjónusta á Arnarstapa hefur aukist til muna og einnig er stutt í þéttbýliskjarnana Hellissand, Rif og Ólafsvík.
Jaðar 17 sem ber einnig nafnið Uppsalir er vönduð og falleg eign á einstökum og kyrrlátum útsýnisstað.   VERÐ kr 25,9millj.

Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Gissurarsson löggiltur fasteignasali á Valhöll fasteignasölu. S:588-4477 Sýningu eignar annast Pétur Steinar Jóhannsson aðstoðarmaður fasteignasala í Ólafsvík. S: 893-4718 psj@simnet.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31