Vallarbraut 12, 170

Fjarlægð/Seld - Eignin var 7 daga á skrá

Verð 112,0
Stærð 205
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 546
Skráð 1.9.2022
Fjarlægt 9.9.2022
Byggingarár 1964
mbl.is

Kristín Einars. lgf. og DOMUSNOVA kynna: Vel skipulagða og skemmtilega efri sérhæð við Vallarbraut á Seltjarnarnesi,
með 4-5 svefnherbergjum, stórum stofum og bílskúr.
Samkv. FMR skiptist eignin í 161,5 fm íbúð, garðskála 14,5 fm, bílskúr 29,1 fm.  Samtals 205,1fm. 


Komið er inn í forstofu með teppalögðum steyptum stiga á milli hæða og smíðajárns handriði.
Á palli á efri hæð í forstofu er góður fataskápur og gestasnyrting með flísar á veggjum og gólfi.
Komið er inn í mjög rúmgott og bjart parketlagt hol. Fataskápur er í holinu.
Úr holinu er gengið inn í stórt rými með glugga sem snýr inn í garðskálann.  Auðvelt að breyta í svefnherbergi.

Á milli hols og stofurýmis er falleg eikarhurð með frönskum gluggum.
Stofurnar eru L laga, rúmgóðar og bjartar með sjávarútsýni. Stór gluggi er í borðstofu Útgengi er úr borðstofu inn í eldhús.
Úr stofunni er jafnframt gengið inn í garðskála með náttúruflísum á gólfi, þaðan er gengið út á svalir.

Eldhúsið er rúmgott og bjart, mikið skápapláss og góður borðkrókur.  Tveir stórir gluggar er í eldhúsinu.  
Hvít innrétting og gott borðpláss. Flísalagt er á milli skápa. Lagt er fyrir uppþvottavél.  Korkur á gólfi.

Á svefnherbergisgangi er hjónaherbergi með stórum fataskápum. Marmaraflísar á gólfi. 
Á teikningu eru þrjú barnaherbergi, en tvö hafa verið sameinuð í eitt, auðvelt að gera breytingu á því aftur til baka
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf.  Tvöfaldur vaskur. Baðkar og sturta. Gluggi með opnanlegu fagi.
Rúmgott þvottahús með glugga.
Eikarparket á flestum gólfflötum.
Geymsla í öðrum enda svefnherbergisgangs.

Bílskúrinn er 23 fm og geymsla inn af bílskúr 6,1 fm.  Nýleg bílskúrshurð. Hiti í stétt í innkeyrslu.
Í garðinum er sameiginlegur geymsluskúr fyrir garðáhöld.

*Þakið á húsinu var endurnýjað fyrir ca. 5 árum.
*Raflagnir á hæðinni endurnýjaðar 2019.


Nánari upplýsingar veita:
Kristín Einarsdóttir löggiltur fasteignasali/s: 894 3003 / Kristin@domusnova.is

Haukur Halldórsson löggiltur fasteignasali / s.6959990 / haukur@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31