Vallarbraut 12, 260

Fjarlægð/Seld - Eignin var 29 daga á skrá

Verð 42,0
Stærð 84
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 498
Skráð 22.12.2020
Fjarlægt 20.1.2021
Byggingarár 2020
mbl.is

Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Vallarbraut 12, 260 Reykjanesbæ
Fallegar og vandaðar 3ja herbergja íbúðir, með sérinngangi, í nýju og glæsilegu 4ra hæða fjölbýlishúsi á frábærum stað í Reykjanesbæ.

Íbúðirnar afhendast fullbúnar með gólfefnum.
Allar innréttingar eru sérsmíðaðar frá Grindinni.
Geymslupláss fylgir hverri íbúð.
Sameiginleg vagna- og hjólageymsla er á 1. hæð.
Merkt bílastæði fyrir hverja íbúð.
Búið er að leggja raflagnir fyrir hleðslustöðvar bifreiða við eitt bílastæði hverrar íbúðar.
Svalalokun verður í öllum íbúðum - 13,3 fm yfirbyggðar svalir.

Áætluð afhending er í apríl - maí 2021.

Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, í síma 420-4050 og á netfanginu es@es.is


Íbúð 403
Íbúðin er skráð samtals 81,1 fm og skiptist í rúmgott anddyri, eldhús, stofu, borðstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og góðar yfirbyggðar suður svalir sem eru 13,3 fm og eru ekki inni í skráðum fermetrum. Hiti í gólfum og aukin lofthæð. Frábær staðsetning þar sem afar stutt er í alla helstu þjónustu svo sem verslanir, skóla og leikskóla.
Nánari lýsing:
Komið er inn í rúmgóða flísalagða forstofu með góðum skáp.
Björt og rúmgóð stofa/borðstofa með gólfsíðum gluggum og vandaðri rennihurð út á svalir. Svölum verður lokað með opnanlegu gleri.
Glæsilegt eldhús með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, keramikhelluborði og vönduðum ofni í vinnuhæð.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum skápum og parketi á gólfi.
Rúmgott herbergi með góðum skápum og parketi á gólfi.
Baðherbergi er með sturtu, góðri innréttingu og salerni. Gólf og veggir flísalagðir.
Inn af baðherbergi er vel búið þvottahús með góðri innréttingu fyrir vélar í vinnuhæð.
Rúmgóður læstur geymsluskápur fyrir hverja íbúð er í sameign á 1. hæð.

Íbúðum verður skilað fullfrágengnum, með sameign og lóð samkvæmt neðangreindri skilalýsingu:
Frágangur íbúða inni:
Íbúðum verður skilað með handslökkvitæki og reykskynjurum.
Gólf: Hágæða harðparket er á gólfum, flísar eru á gólfum baðherbergis/þvottahúss og anddyris. Gólf í geymslum eru með epoxy sem nær uppá veggi.
Veggir: Steyptir veggir eru spartlaðir og málaðir. Léttir innveggir eru spartlaðir og málaðir. Fyrirkomulag innveggja verður í samræmi við samþykkta byggingarnefndarteikningu. Veggir verða málaðir í ljósum lit. Baðherbergisveggir skilast flísalagðir að hluta.
Loft: Steypt loft eru slípuð, spörtuð og máluð í ljósum lit.
Innréttingar: Skápar og innréttingar eru útbúnir úr 16 m grá plasthúðuðu spónaplötuefni að innanverðu. Sýnilegi fletir eru útbúnir úr efni frá Innval/Egger. Black-Brown Thermo Oak H1199 ST12. Borðplötur eru úr kvarsi. Plast frá Innval/Egger light concrete F272 ST9. Höldur á frontum frá Innval/Egger svartar mattar Inréttingar eru framleiddar hjá Grindinni ehf Grindavík.
Innihurðir: Hurðir verða með lykillæsingu og hurðarhúnar verða úr burstuðu stáli. Hurðir eru hvítlakkaðar, með felli þröskuldum og með yfirfelldum hurðarkörmum og gereftum.
Eldhús: Eldhús skilast fullbúin með tækjum frá AEG, þar með talið keramikhelluborð, bakaraofn, uppþvottavél og ísskáp. Stálvaskur er fræstur í borðplötu. Eldhúsinnrétting er sérsmíðuð frá Grindin ehf og er með mjúklokunarbúnaði, vaski og blöndunartækjum frá Grohe. Lýsing undir efri skápum þar sem við á.
Baðherbergi: Baðherbergisgólf eru flísalögð með ljósum flísum. Veggir að hluta til eru flísalagðir upp í loft með ljósum flísum. Í baðherbergjum er sérsmíðuð baðinnrétting með handlaug, blöndunartækjum og spegli. Klósett er vegghengt með innbyggðum vatnskassa. Stór sturta með ílöngu niðurfalli í gólfi, skilveggur úr hertu gleri. Vélrænt útsog er frá baðherbergi og þvottahúsi, með hljóðlátri viftu.
Þvottaherbergi: Gólf í þvottaherbergi er flísalagt með ljósgráum flísum. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara og sér innrétting með skolvaski.Í íbúð 0202 er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara í baðherbergi.
Hreinlætistæki: Öll hreinlætis- og blöndunartæki eru af viðurkenndri gerð og koma þar sem teikningar sýna.
Svefnherbergi: Í svefnherbergjum er harðparket á gólfum og fataskápur. Fataskápar eru þar sem teikningar sýna.
Raflögn: Raflögn er fullfrágengin. LED Ljós fylgja í eldhúsi, þvottahúsi, baðherbergi og anddyri í öllum íbúðum, ýmist ljóskúplar og innfelld lýsing.Í öðrum rýmum innan íbúðar er skilajós.
LED Útiljós eru á stigapalli og svölum, Uppsettur reykskynjari fylgir hverri íbúð. Ljósleiðaratenging er í hverri íbúð. Lagnaleiðir fyrir bílhleðslustöðvar eru frágengnar í jörðu fyrirhverja íbúð.
Forstofa: Í forstofu eru ljósar flísar á gólfum og fataskápur.
Geymslur: Hverri íbúð fylgir skápur í sameign. Gólf í geymslum verða lögð epoxy sem nær upp á veggi. Veggir (einangraðir léttir veggir) verða málaðir. Á 1.hæð sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Tæknirými er á 1. hæð með sérinngang.
Pípulögn Upphitun hússins er með gólfhita í ílögn. Hita- og neysluvatnslagnir eru lagðar skv. verkfræðiteikningum. Ljósleiðari eða nettenging verður tengd úr sameign inn í hverja íbúð og þaðan í tengil í stofu. Í öðrum herbergjum eru lagnaleiðir fyrir tölvu/síma og loftnet. Eldvarnir: Hver íbúð er sjálfstætt brunahólf. Reykskynjari og handslökkvitæki verður sett upp í hverri íbúð. Sameign samanstendur einvörðungu af geymslurými og inntaksrými húsanna. Sameign verður upphituð með ofnum og fullfrágengin.


Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, í síma 420-4050 og á netfanginu es@es.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 40.000 með vsk, sbr. kauptilboð.

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2