Sandholt 7, 355

Fjarlægð/Seld - Eignin var 3523 daga á skrá

Verð 22,9
Stærð 226
Tegund Einbýli
Verð per fm 101
Skráð 10.5.2010
Fjarlægt 1.1.2020
Byggingarár 1974
mbl.is

Valhöll fasteiganasala kynnir: 

Sandholt 7 er á tveimur hæðum og byggt úr steypu árið 1974. Efri hæðin sem er 113,6 fm og skiptist í forstofu, rúmgóða stofu, hol, eldhús, sjónvarpshol, baðherbergi, þrjú svefnherbegi og þvottahús. Á forstofu eru flísar og skápar við vegg. Á holi er parket en á herbergjum og eldhúsi er dúkur á gólfi. Stofan er teppalögð og baðherbergið er rúmgott með flísum á gólfi. Úr þvottahúsi er gengið út í garðinn og einnig er gengið út á svalir úr svefnherbergisgangi. Í eldhúsi er upprunaleg innrétting. Hæðin er hituð með rafmagnsofnum.
Neðri hæðin, sem er alls 112,6 fm, skiptist í bílskúr sem er ca 36 fm og í honum er heitt og kalt vatn. Þá er á neðri hæðinni rúmgóð forstofa og inn af henni er herbergi. Til hægri úr forstofu er gengið inn í hol. Þá eru líka á neðri hæðinni tvö mjög rúmgóð herbergi og einnig baðherbergi. Gert er ráð fyrir eldúsinnréttingu á neðri hæðinni. Þá er geymsla og miðstöðvarrými.
Húsið er klætt með hvítu panelstáli á austurhlið og stærri hluta suðurhliðar. Búið er að skipta um 5 glugga á austur og suðurhlið. Gott bílastæði er við húsið og við það er stór og vel gróin lóð. Húsið er á einum besta stað í bænum með góðu útsýni.

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13