Dalbraut 18, 105

Fjarlægð/Seld - Eignin var 7 daga á skrá

Verð 53,9
Stærð 76
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 708
Skráð 8.6.2023
Fjarlægt 16.6.2023
Byggingarár 1987
mbl.is

Eignamiðlun kynnir:

Notaleg samtals 76,1 fermetra þriggja herbergja íbúð á 2.hæð, staðsett við sameiginlega setustofu hússins sem byggt er af Samtökum Aldraðra. Birta, góðar svalir yfirbyggðar að hálfu leiti og björt stofa einkennir íbúðina. Húsið er byggt 1987, steinsteypt, einangrað að innan, fjögurra hæða með 21 íbúð. Lyfta er í húsinu og innangengt í þjónustusel Reykjavíkurborgar fyrir aldraða. Sameiginleg setustofa er á 2.hæð, stutt frá íbúðinni.

Kvaðir Samtaka aldraðra gilda um íbúðina, samanber veðbandayfirlit, og verður hún þess vegna seld samkvæmt reglum samtakanna. Kaupandi greiðir 1% af kaupverði í þóknun til samtakanna. Allar upplýsingar um samtökin og þær reglur sem gilda um íbúðir á þeirra vegum fást hjá fasteignasala.

Allar upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA, lgfs., í síma 663-2508 eða olafur@eignamildun.is sem einnig sýnir íbúðina.


Lýsing eignarinnar samkvæmt matsmanni Samtaka aldraðra:
3ja herbergja íbúð á 2.hæð, merkt 02-06. Íbúðin er 76,1 m² samkvæmt Fasteignaskrá Íslands. Niðurlímt vandað eikarparket á stofu, eldhúsi og gangi, fljótandi eikarparket á herbergjum. Eldhúsinnrétting og fataskápar eru með ljósum hurðum kantlímdum með beyki. Innihurðir eru spónlagðir með beyki spæni. AEG eldavél með keramik helluborði og viftu yfir. Veggir baðherbergis eru flísalagðir. Handlaug innbyggð í borðplötu. Öryggisvinyldúkur er á baðgólfi.
Geymsla er innan íbúðar þar sem mögulega má koma fyrir þvottavél og þurrkara. Rúmgóð sérgeymsla, ekki talin með í fermetratölu íbúðar, er í kjallara, ásamt sameiginlegu þvottahúsi með þvottavél, þurrkara og góðu þurrkrými.
Sjá nánar um viðhald hússins í gögnum húsfélags, en að sögn umsjónarmanns húsfélagsins hefur húsið nýlega verið steypuviðgert og málað, ásamt því sem þak var endurnýjarð yfir íbúðarhluta húsanna 2021.

Mjög hagkvæm íbúð fyrir eldra fólk; innangengt í þjónustumiðstöð þar sem til dæmis má fá heitan mat.
 
Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar..
2. Þóknun til Samtaka aldraðra 1% af kaupverði.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.

Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegi 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.eignamidlun.is

***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38