Tryggvagata 21, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 3 daga á skrá

Verð 104,9
Stærð 78
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 1.341
Skráð 28.1.2023
Fjarlægt 1.2.2023
Byggingarár 2018
mbl.is

Miklaborg kynnir: Glæsilega tveggja herbergja lúxusíbúð með stórum þaksvölum í nýju lyftuhús í hjarta miðbæjarins. Glæsilegur frágangur, innbyggður ísskápur og uppþvottavél ásamt vínkæli. Byggingaraðili er ÞG. Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 691-1931 eða ohb@miklaborg.is.

Nánari lýsing

Forstofan er rúmgóð með góðu skápaplássi. Fataskáparnir eru sprautulakkaðir með innvols frá Innval af vandaðri gerð. Inngangshurð er svargrá með viðaráferð frá Huet.
Baðherbergið er flísalagt með flísum frá Iris stone á bæði gólf og veggi. Falleg innrétting frá Nobilia. Meganite borðplata með innbyggðum vaski úr sama efni. Upphengt salerni með innbyggðum vatnskassa og falleg sturta með blöndunartækjum frá Vola. Góð þvottaaðstaða er innaf baði og er með vandaðri innréttingu frá Nobilia.
Eldhúsið er með glæsilegri innréttingu frá Nobolia. Borðplata og klæðning er úr Meganite Carrara efni og með eldhúsvask sem felldur er í borðplötuna úr sama efni. Öll eldhústæki eru af vönduðustu gerð frá Siemens. Lýsing er undir efri skápum og ljúflokun á skúffum og skápum. Innbyggður ísskápur, uppþvottavél og vínkælir fylgir.
Stofan er rúmgóð og er í alrými með eldhúsi. Gengið er út á svalir frá stofu og þar yfir á sérafnotaflötur með pallur í þakgarði sem snýr að göngugötu.
Svefnherbergið er með góðum fataskápum sem eru sprautulakkaðir með innvols frá Innval af vandaðri gerð. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 78,2 fm. þar af geymsla 7,1 fm. Innihurðar eru sprautulakkaðar mattar í sama lit og veggir, framleiddar hjá HBH smíðaverkstæði.

Rafkerfi útihurðir eru raflæstar og tengdar heildstæðu aðgangsstýrikerfi. E-Net ljósastýrikerfi frá GIRA er í öllum íbúðum sem býður upp á notkun smáforrits (app) í snjalltækjum til að stýra ljósum.

Allar innréttingar og tæki eru sérvaldar af innanhúsarkitekt til að mynda eina stílhreina heild og eru öll tæki og tæknibúnaður fyrsta flokks. Allt ytra efnisval bygginganna er í hæsta gæðaflokki sem og allur lóðarfrágangur. Lúxus fasteignir í hjarta Reykjavíkur með iðandi mannlíf allt um kring.

Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 691-1931- ohb@miklaborg.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29