Lindarholt 6, 675
Verð |
10,0
|
Stærð |
109
|
Tegund |
Fjölbýli |
Verð per fm |
92
|
Skráð |
19.9.2023 |
Fjarlægt |
|
Byggingarár |
1989 |
mbl.is |
1163362
|
Lögeign fasteignasala kynnir eignina Lindarholt 6, Raufarhöfn. Um er að ræða fjögurra herbergja vel skipulagt einbýlishús á einni hæð. Eignin er samtals 109,1 m2 að stærð og er byggð árið 1989 úr timbri. Húsið stendur í botnlangagötu sem samanstendur af fimm húsum. Við götuna er grunnskóli, íþróttasvæði og sparkvöllur. Nánari lýsing eignar;Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fataskáp með efri skápum. Úr forstofu er gengið til hægri inn í eldhús sem er með hvítri innréttingu sem er með efri og neðri skápum. Gott skápar- og bekkjarpláss er í innréttingunni. Flísar eru á gólfi í eldhúsinu og gert ráð fyrir eldhúsborði í rýminu. Úr eldhúsi er svo hægt að ganga inn í þvottahús er sem er með ágætri hillueiningu, borðplötu og vask.
Þar er einnig geymsla þar sem er hitakútur. Úr þvottahúsi er hægt að ganga út á verönd. Úr eldhúsi er einnig hægt að ganga inn í stofu. Stórir gluggar eru í stofunni auk þess sem hurð er út í garð. Hol er inn af stofunni sem er aðskilið með vegg. Á svefnherbergisgang er plastparket sem liggur saman við stofu og hol. Þrjú svefnherbergi eru á ganginum og þar af er hjónaherbergi sérstaklega rúmgott og með góðum hvítum fataskáp. Baðherbergi er einnig á ganginum og er það sturtu, baðkari vask og salerni ásamt því sem opnanlegur gluggar eru á baðherberginu.
Endurbætur: Eignin er að mestu leyti upprunanleg og þarf að skoða hana sem slíka. Leki er í gegnum útidyrahurð og þarf að skipta um hana.
Hitakútur og neysluvatnslagnir voru endurnýjaðar árið 2018.
ATH! Tilboðsfrestur er til þriðj. 3. október 2023 til kl 12:00. Tilboð eru gerð hjá Lögeign fyrir þann tíma og verða tekin fyrir á næsta fundi Byggðarráðs Norðurþings þar á eftir. Seljandi áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lfs. í síma 865-7430 eða hermann@logeign.is og Hinrik Lund í síma 835-0070 eða netfanginu hinrik@logiegn.isForsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á