Bakkastaðir 73, 112

Fjarlægð/Seld - Eignin var 6 daga á skrá

Verð 78,5
Stærð 107
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 734
Skráð 31.3.2023
Fjarlægt 7.4.2023
Byggingarár 1999
mbl.is

Palsson Fasteignasala kynnir:

Mikið endurnýjuð, björt og falleg endaíbúð með sérinngangi og 3 svefnherbergjum.
Eignin er á jarðhæð innst í rólegri botnlangagötu í vinsælu hverfi í Grafarvogi.

* Sólpallur og sérverönd
* Endurnýjað eldhús, parket og innihurðir ma.  
* Þakkantur endurnýjaður 2021
* Húsfélag hefur sérmerkt 2 bílstæði fyrir þessa íbúð við húsið.


Nánari upplýsingar veita:
Helen Sigurðardóttir lgf. í 849-1921 eða helen@palssonfasteignasala.is
****palssonfasteignasala.is***
***verdmat.is****


Birt stærð eignar samkv. Fasteignaskrá Íslands er 107m2 

Eignin skiptist í forstofu, stofu / borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsla. 
Forstofa er flísalögð með fataskáp.
Stofa / Borðstofa er opin með eldhúsi og parket á gólfi. Rúmgóð og útgengt út á rúmgóðan aflokaðan Sólpall.
Eldhúsið er með innréttingu og eldhúseyju, endurnýjuðum tækjum, spanhelluborði og bakarofni, tengi fyrir uppþvottavél. Útgengt út á hellulagða verönd og sérafnotareit. Fordæmi eru fyrir Sólpalli 2 út frá eldhúsi.
Svefnherbergin eru þrjú og rúmgóð með parket á gólfi og fataskápum.
Baðherbergi er flísalagt með handlaug með skúffum, skáp með spegli á vegg, wc og baðkar með sturtu.
Þvottahús er með vinnuborði með skolvask. tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Sérgeymsla er í sameign ásamt sameiginlegri hjóla/vagnageymslu.

Endurnýjun síðustu ár tiltelur ma. endurnýjun á parketi, eldhúsi, innréttingu á baðherbergi, innihurðar að mestum hluta, tekinn niður veggur í eldhúsi og rafmagnstenglar yfirfarnir.
Snjóbræðsla er í stétt við framan húsið.

Afar barnvæn staðsetning í vinsælu hverfi í Grafarvogi, stutt að sækja þjónustu í Egilshöll, skóla, leikskóla, mikil nálægð við náttúruna og gólfvöll.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 450 fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31