Hallgerðargata 23, 105

Fjarlægð/Seld - Eignin var 36 daga á skrá

Verð 96,5
Stærð 115
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 839
Skráð 7.12.2022
Fjarlægt 13.1.2023
Byggingarár 2020
mbl.is

Bókið skoðun hjá Heimi Hallgrímssyni lögg. fasteignasala / heimir@fastlind.is / 849-0672

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynna til sölu glæsilega íbúð við Hallgerðargötu 23 í Reykjavík (Sólborg við Kirkjusand í Laugardal). Um er að ræða 115,0 fermetra íbúð í lyftuhúsi á 4. hæð (efstu) með 2-3 svefnherbergjum (teikningar gera ráð fyrir þriðja svefnherberginu), baðherbergi, skjólgóðum svölum og fallegu eldhúsi úr reyktri eik með stein á borðum. Rúmgott anddyri og þvottaherbergi. Góð sérgeymsla í kjallara sem er 8,1 fermetrar. Vandaðar innréttingar, tæki og gólfefni.

Hönnuðir hússins eru THG Arkitektar og Studio Arnhildur Palmadóttir. Hönnun byggingarinnar er með því móti að svalir njóta sólargangs stóran hluta dags og fram á kvöld. Stór almenningsrými, garðar og torg eru við húsið. Útveggir hússins eru einangraðir að utan, klæddir með sérframleiddri sýruþveginni álklæðningu í brúnum tón. Hugsað var vel fyrir hljóðvist við byggingu hússins hvort sem það væri að utan eða á milli íbúða hússins.

Sólborg er nýlegt hús á einstökum stað við strandlengjuna í jaðri Laugardalsins, samtengt viðskiptahverfinu í Borgartúni og sjónrænni tenginu við miðbæinn og höfnina. Sannkallað miðborgarhverfi þar sem stutt er í alla verslun og þjónustu, sem og útivist við Laugardalinn og strandlengjuna.

Fasteignamat næsta árs (2023) er kr. 85.950.000,-

Nánari lýsing:

Forstofa/gangur: Með harðparketi á gólfi og innbyggðum skápum.
Svefnherbergi I: Með harðparketi á gólfi, skápum og glugga til suðvesturs.
Stofa: Er stór með harðparketi á gólfi. Opin við borðstofu og eldhús. Gluggar til suðvesturs. Lítið mál að bæta við þriðja svefnherbergi eins og teikningar gera ráð fyrir. 
Borðstofa: Er rúmgóð með harðparketi á gólfi. Opin við stofu og eldhús.
Eldhús: Með harðparketi á gólfi, vandaðri eldhúsinnréttingum úr reyktri eik og eyju. Steinn á borðum og undirfelldur vaskur. Vönduð eldhústæki frá Siemens (spansuðu helluborð, bakaraofn, innbyggð uppþv. vél). Innfelld lýsing í loftum og lýsing undir skápum.  
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og hluta veggja. Flísalögð sturta með glerþili. Falleg innrétting við vask með steini á borðum. Speglaskápur, upphengt salerni og handklæðaofn. Innfelld lýsing í loftum.
Hjónaherbergi: Með harðparketi á gólfi, góðum skápum og glugga til norðausturs.
Svefnherbergi II: Með harðparketi á gólfi, skápum og glugga til vesturs.
Svefnherbergi III: Er hægt að stúka af eins og teikningar gera ráð fyrir. 

Sérgeymsla: Í kjallara er 8,1 fermetrar að stærð.
Bílakjallari: Hægt er að leigja aðstöðu í bílakjallara gegn vægu gjaldi.

Nánari upplýsingar:
Bókið skoðun hjá Heimi Hallgrímssyni lögg. fasteignasala og lögmanni í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27