Eyjabakki 6, 109
Verð |
63,9
|
Stærð |
110
|
Tegund |
Fjölbýli |
Verð per fm |
580
|
Skráð |
18.9.2023 |
Fjarlægt |
|
Byggingarár |
1969 |
mbl.is |
1163230
|
Hafið samband varðandi nánari upplýsingar eða til að bóka skoðun við Aðalstein í síma 773-3532 / adalsteinn@domusnova.is, eða Guðnýju Ösp í síma 665 8909 / go@domusnova.is
Domusnova fasteignasala kynnir í sölu fallega og nokkuð endurnýjaða 4 herbergja íbúð ásamt rúmgóðum bílskúr við Eyjabakka 6 í Reykjavík. Heildarstærð eignar er 110,2 m2 og þar af er bílskúr 24,8 m2 og geymsla 7,1 m2, samkvæmt fasteignaskrá HMS. Um er að ræða íbúð á 2. hæð sem er
endaíbúð sem snýr í suð-vestur. Skipulag íbúðarinnar er gott en komið er inn á forstofugang, baðherbergi er staðsett á vinstri hönd og svefnherbergi íbúðarinnar eru staðsett til hliðar við það. Nýlega
endurnýjað eldhús er staðsett í opnu alrými á móti borðstofu og stofu sem er með fallegu útsýni yfir Elliðaárdalinn.
* * * SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN * * *Nánari skipting og lýsing á eignarhlutum: Forstofa: parket á gólfi.
Gangur: parket á gólfi og nýlegur opinn fataskápur með skúffum.
Eldhús: Opið eldhús með parket á gólfi,
nýleg eldhús innrétting með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél ásamt fallegum veggháf. Borðplata úr kvartssteini og innfelldur vaskur. Eldhúseyja með góðu skúffuplássi og borðplötu úr kvartssteini.
Stofa og borðstofa: Björt og rúmgóð stofa með parket á gólfi, frá borðstofu er útgengi á svalir sem snúa í suð-vestur. Frá stofu er fallegt útsýni í átt til Esju og yfir Elliðaárdalinn.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og veggjum. Innrétting með vaski og veggskápum ásamt spegilskáp með lýsingu. Bað með sturtu,
Pláss er fyrir þvottavél og þurrkara inn á baðherbergi.Hjónaherbergi: Með parket á gólfi og nýlegum opnum fataskápum.
Herbergi II: parket á gólfi.
Herbergi III: parket á gólfi og fataskápur.
Geymsla: staðsett í kjallara.
Bílskúr: Góður enda bílskúr. Gluggar á hlið með opnanlegu fagi. Upphitaður og með köldu vatni. Staðsettur á jarðhæð við suð-vestur horn hússins.
Bílastæði: Sér bílastæði fylgir eigninni fyrir framan bílskúrinn.
Sameiginleg vagna- og hjólageymsla staðsett í sameign í kjallara hússins. Bílastæði eru staðsett fyrir framan blokkina en leiksvæði, með rólum og grasflöt er staðsett fyrir miðju hússins. Staðsetning eignarinnar er góð í neðra Breiðholti, en stutt er í alla almenna þjónustu í Mjóddinni. Að sögn eiganda hefur verið farið í eftirfarandi viðhald á undanförnum árum: * Árið 2023 hefur verið skipt um gler og gluggalista eftir þörfum í húsinu og tréverk málað. Ný gler í stofugluggum norður.
* Árið 2022 brotinn niður veggur í eldhúsi og ný eldhúsinnrétting og tæki sett upp. Parket sett á alrými og opinn fataskápur á forstofugang. Dregið nýtt rafmagn í alrými, eldhús og svalir og skipt um tengla og rofa í öllum herbergjum.
* Árið 2019 var skipt um fataskápa og gólfefni í svefnherbergjum.
* Árið 2015-2016 var skipt um alla ofna í íbúðinni fyrir utan einn inn á baðherbergi.
* Árið 2014-2015 var þak yfirfarið og skipt um þakrennur. Skipt um gler í minna barnaherbergi.
Nánari upplýsingar veita:Guðný Ösp Ragnarsdóttir - Löggiltur fasteignasali / s.
665 8909 /
go@domusnova.isAðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
773 3532 /
adalsteinn@domusnova.isMargrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali & Viðskiptafræðingur / s.
856-5858 /
margret@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á