Laugavegur 114, 105

Verð Tilboð
Stærð 8.171
Tegund Atv.
Verð per fm
Skráð 24.6.2021
Fjarlægt
Byggingarár 1953
mbl.is 997925

****Eignin er seld með fyrirvara ***
Ríkiskaup leita tilboða í eignahluta ríkisins við Laugaveg 114, 116, 118b og Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík, samtals um 8.200 m2 í hjarta miðbæjarins. Eign sem býður upp á mikla framtíðarmöguleika.

Tilboð sem berast í eignina verða tekin til skoðunar eftir kl.12:00 þriðjudaginn 29. ágúst 2023.
Boðið verður upp á tvær vettvangsferðir, mánudaginn 24. júlí n.k. og þriðjudaginn 22. ágúst n.k

Skráning í vettvangsferð fer fram með því að senda nafn eignar sem skoða á, fullt nafn skoðunaraðila, heiti fyrirtækis, netfang og símanr. á netfangið: fasteignir@rikiskaup.is.

Helstu upplýsingar og gögn má finna á heimasíðu Ríkiskaupa: Helstu upplýsingar um eign
Fyrirspurnir má senda á netfangið: fasteignir@rikiskaup.is.
Tilboðum er hægt að skila á heimasíðu Ríkiskaupa: Senda inn tilboð

Um er að ræða sex fastanúmer í framangreindum húsnúmerum sem skiptast skv. eftirfarandi:
Öll eignin að Laugavegi 114. Húsið er fimm hæðir og kjallari.
  • fastanúmer 201-0359, samtals 2291,2 m2 - Allt húsið

Þrír matshlutar í eigninni að Laugavegi 116. Húsið er fjórar hæðir og kjallari. Eignahlutar sem um ræðir eru:
  • matshluti 0201, fastanúmer 201-0369, samtals. 356 m2 - 2. hæð
  • matshluti 0301, fastanúmer 201-0371, samtals. 768,2 m2 - 3. hæð
  • matshluti 0401, fastanúmer 201-0372 samtals 773 m2 - 4. hæð

Tveir matshluta í eigninni að Rauðarárstíg 10 (sama hús og Laugavegur 118b). Húsið er fimm hæðir og kjallari. Um er að ræða kjallara, aðra, þriðju og fjórðu hæð ásamt rými á fimmtu hæð sem er loftræstirými. Að auki fylgja samtals 12 bílastæði í kjallara.
  • matshluti 0201, fastanúmer 201-0362, samtals 1417,8 m2
  • matshluti 0202, fastanúmer 201-0365, samtals 2565 m2

samtals 8.171 m2, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Lyfta er í hverju stigahúsi.

Tilboðsgjafar geta skilað inn tilboðum í alla eignina eða tiltekna hluta hennar. 

Samantekt um reitinn:
  • Um 8.200 m2 fasteign í hjarta miðbæjarins sem býður upp á mikla framtíðarmöguleika
  • Fasteignin er eitt af kennileitum Reykjavíkur og er staðsett á horni Laugavegar og Snorrabrautar
  • Staðsetning er við Hlemm, miðpunkt fyrirhugaðrar Borgarlínu
  • Fjölbreytt mannlíf, veitingastaðir, kaffihús og hótel í nágrenninu
  • Við Hlemmtorg eru fyrirhugaðar spennandi breytingar sem auka notkunargildi svæðisins
  • Fasteignin við Laugaveg 114-118b var teiknuð af Gunnlaugi Helgasyni arkitekt
  • Bílastæðahús með 191 stæðum er í göngufæri
  • Aðgangsstýrt bílastæði í bakgarði með 91 stæði
  • Burðarvirki hússins samanstendur af steyptum bitum og súlum
  • Lagnakerfi hússins þarfnast endurnýjunar samhliða breyttri notkun og uppbyggingu
  • Tækifæri fyrir hugmyndaríka frumkvöðla að finna byggingunni nýtt og nútímalegt hlutverk
Bent er á að eigendahópur annarra matshluta, sem ekki eru hluti af sölu þessari, er fjölbreyttur.

Nýir lóðaleigusamningar fyrir fasteignir í reitnum var þinglýst nú ár, 2023.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda fyrirspurn á fasteignir@rikiskaup.is

Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum. Vakin er athygli á því að starfsemi hafi ekki verið í hluta eignanna um nokkurt skeið. Því leggur seljandi ríka áherslu á að sérstakrar árvekni sé gætt við skoðun og úttekt á eigninni og veitir Ríkiskaup allan nauðsynlegan aðgang til þess. Tilboðsgjafar eru því hvattir til að framkvæma skoðun á eigninni eða einstökum hlutum hennar.
Ekki hefur farið fram ástandsskoðun á eigninni og selst eignin í því ástandi sem hún er við skoðun.

Tilboð skulu gilda í 3 vikur frá lokadegi til að skila inn tilboðum.
Seljandi áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum. 

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30