Bárðarás 2, 360

Fjarlægð/Seld - Eignin var 3528 daga á skrá

Verð 22,0
Stærð 123
Tegund Einbýli
Verð per fm 179
Skráð 5.5.2010
Fjarlægt 1.1.2020
Byggingarár 1974
mbl.is

Valhöll fasteignasala sími 588-4477 kynnir:Algjörlega endurnýjað einbýlishús á einni hæð. Húsið er samkv fasteignamati alls 123,2 fm. á einni hæð.

Gengið er inn í forstofuna af steyptri stétt sem á eru flísar og gler fataskápur á vegg. Úr forstofunni er gengið inn á gott hol og til hægri af því er gengið í rúmgóða stofu. Áfram úr holinu er gengið í eldhúsið og á gólfi er parket og innréttingin er úr kisuberjavið með góðum tækjum. Til vinstri úr eldhúsi er þvottahúsið og á gólfi eru flísar og góð innrétting. Í sama rými er hitakútur fyrir húsið.
Til vinstri úr holinu er gengið til fjögurra herberga sem öll eru með skápum. Þá er einnig gengið inn á baðherbergið og þar er inn réttingin úr kisuberjavið og baðið er flísalagt í hólf og gólf. Á öllum gólfum nema eldhúsi og baðherbergi er gott eikarparket. Í húsinu eru allar innihurðir úr kisuberjavið. Í loftum eru halogenljós sem og í gardínuköppum í stofu. Tölvutengingar í öllum herbergjum. Húsið var allt tekið í gegn fyrir rúmum þremur árum er það brann illa og er því sem nýtt hús. Allt nýtt frá þeim tíma að innan þe. veggir, loftaklæðningar, hurðir, innréttingar og gólfefni. Þá eru útihurðir líka nýjar og járn var sett á þakið á sl. ári og hluti klæðningar á húsið að utan. Við húsið er trépallur og lóðin við það er stór og húsið stendur á hornlóð. Gott rými er fyrir bílskúr og bílastæði er steinsteypt.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29