Klapparstígur 5, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 5 daga á skrá

Verð 74,9
Stærð 83
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 898
Skráð 1.10.2022
Fjarlægt 7.10.2022
Byggingarár 1992
mbl.is

Falleg og björt 2ja herbergja 83,4 fm penthouse íbúð 5. - 6.  hæð í góðu lyftuhúsi með stæði í lokuðu bílahúsi. Íbúðin er á tveim hæðum neðri hæð 46,4 fm og efri hæð 29,6 fm ásamt skrifstofurými á palli (er ekki skráð í fermetrum).
Eignin er mjög björt, stórir og miklir gluggar sem ná niður í gólf,fallegt útsýni, mikil lofthæð, svalir til suðvesturs.

Neðri hæð; Komið er inn í forstofu eldhús með ljósri innréttingu,borðsofa/stofa í opnu rými, mikil lofthæð og suðvesturhlið eingöngu gluggar. Útgengt á suðvestur svalir.
Efri hæð; hvítur stigi á milli hæða,rúmgott flísalagt baðherbergi,hvít innrétting, tengi fyrir þvottavél,baðkar með sturtuaðstöðu,stórir þakgluggar. Mjög rúmgott svefnherbergi , mikið skápapláss,mikil lofthæð og loftgluggum.Stigi upp á pall sem er notað sem skrifstofurými. 
Þvottahús/geymsla: í kjallara er sameiginlegt þvottahús, þvottaaðstaða á baðherbergi. Læst geymsla er einnig í kjallara.
Bílastæði: Í bílastæðahúsi í kjallara er stæði sem fylgir íbúðinni, búið að leggja fyrir rafmagnshleðslu,lyfta úr bílageymslu upp í íbúðir. Húsvörður er í húsinu.


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 


Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Miðbær fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27