Tryggvagata 23, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 6 daga á skrá

Verð 185,0
Stærð 164
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 1.129
Skráð 30.9.2022
Fjarlægt 7.10.2022
Byggingarár 2018
mbl.is

Opið hús - Tryggvagata 23 (Hafnartorg) - Þakíbúð - þriðjudaginn 4. október klukkan 17:15 - 17:45.

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynna til sölu eina af glæsilegri þakíbúðum Hafnartorgs. Um er að ræða 163,8 fermetra íbúð á efstu hæð með aukinni lofthæð (3,05m) við Tryggvagötu 23 við Hafnartorg í Reykjavík. Sérgeymsla á jarðhæð er 12,6 fermetrar. Íbúðin er með stórri hjónasvítu með fataherbergi og rúmgóðu baðherbergi með baðkari og sturtu. Stór alrými sem skiptast stofu, eldhús og borðstofu með glæsilegri gluggasetningu. Rúmgott svefnherbergi með skápum, forstofa með skápum, rúmgott baðherbergi með sturtu, þvottaherbergi og tvennar svalir. 

Tryggvagata 23 er nýtt hús í hjarta miðbæjarins. Íbúðirnar eru einstaklega vel staðsettar í nálægð við menningu, sögu, verslun og þjónustu. Um er að ræða lúxusíbúð í hjarta Reykjavíkur með iðandi mannlíf allt um kring. Allar innréttingar, gólfefni og tæki eru sérvalin af innanhúsarkitekt til að mynda eina stílhreina heild og eru öll tæki og tæknibúnaður fyrsta flokks. Allt ytra efnisval bygginganna er í hæsta gæðaflokki sem og allur lóðarfrágangur. 

Nánari lýsing:

Forstofa: Með harðparketi á gólfi, góðum skápum og innfelldri lýsingu í loftum. Fataskáparnir eru sprautulakkaðir með innvols frá Innval af vandaðri gerð. Inngangshurð er svargrá með viðaráferð frá Huet.
Þvottaherbergi: Er staðsett inn af forstofu með flísum á gólfi og vandaðri innréttingu frá Nobolia.
Baðherbergi I: Er flísaflagt með flísum frá Iris stone á bæði gólf og veggi. Falleg innrétting frá Nobilia. Meganite borðplata með innbyggðum vaski úr sama efni. Upphengt salerni með innbyggðum vatnskassa og falleg sturta með blöndunartækjum frá Vola. Innfelld lýsing í loftum.
Eldhús: Er með glæsilegri innréttingu frá Nobolia. Borðplata og klæðning er úr Meganite Carrara efni og með eldhúsvask sem felldur er í borðplötuna úr sama efni. Öll eldhústæki eru af vönduðustu gerð frá Siemens. Lýsing er undir efri skápum og ljúflokun á skúffum og skápum. Tveir innbyggðir kæliskápar með frysti, uppþvottavél og vínkælir. Spansuðuhelluborð og vifta sem kemur upp úr borðinu. Vandaðir kastarar í loftum.
Stofa: Er rúmgóð með harðparketi á gólfi, stórum gluggum til norðausturs og suðausturs. Glæsilegur horngluggi með útsýni yfir torgið og upp að Edition hóteli. Útgengi á svalir I með útsýni að þingholtunum. Stofa er opin við eldhús.
Borðstofa: Er rúmgóð með harðparketi á gólfi og stórum gluggum til norðausturs. Gengið frá borðstofu út á svalir II.
Svefnherbergi: Með harðparketi á gólfi, góðum fataskápum sem eru sprautulakkaðir með innvols frá Innval af vandaðri gerð. Gluggi til norðvesturs.
Hjónasvíta: Er sérstaklega rúmgóð með fataherbergi/fataskápum sem eru sprautulakkaðir með innvols frá Innval af vandaðri gerð. Harðparket á gólfi, gluggi til suðausturs og innfelld lýsing og kastarar í loftum.
Baðherbergi II: Gengið inn í frá hjónasvítu. Flísaflögð með flísum frá Iris stone á bæði gólf og veggi. Falleg innrétting frá Nobilia. Meganite borðplata með innbyggðum vaski úr sama efni. Upphengt salerni með innbyggðum vatnskassa, falleg sturta og baðkar, blöndunartæki frá Vola. Gluggi til suðausturs og innfelld lýsing í loftum.

Nánari upplýsingar:
Bókið skoðun hjá Heimi Hallgrímssyni lögg. fasteignasala og lögmanni í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is


Innihurðar eru sprautulakkaðar mattar og framleiddar hjá HBH smíðaverkstæði.
Rafkerfi útihurðir eru raflæstar og tengdar heildstæðu aðgangsstýrikerfi. E-Net ljósastýrikerfi frá GIRA er í öllum íbúðum sem býður upp á notkun smáforrits (app) í snjalltækjum til að stýra ljósum.
Hita og loftræstikerfi pípulagnakerfi hússins (innan íbúða) er leitt í gegnum lóðrétta lagnastokka. Ofnalagnir eru innsteyptar rör-í-rör og ofnar eru með vönduðum ofnlokum frá Danfoss

Einstakt hús í hjarta borgarinnar.
Hafnartorg skartar 70 hágæða íbúðum, allt frá stílhreinum tveggja herbergja íbúðum upp í stórglæsilegar þakíbúðir með einstöku útsýni. Allar innréttingar og tæki eru sérvaldar af innanhúsarkitekt til að mynda eina stílhreina heild og eru öll tæki og tæknibúnaður fyrsta flokks. Allt ytra efnisval bygginganna er í hæsta gæðaflokki sem og allur lóðarfrágangur. Undir húsunum er stærsti bílakjallari landsins sem nær allt til Hörpunnar. Íbúðirnar eru frábærlega staðsettar í nálægð við menningu, sögu, verslun og þjónustu. Lúxus fasteignir í hjarta Reykjavíkur með iðandi mannlíf allt um kring.

Byggingaraðili:
Er ÞG Verk sem hefur frá árinu 1998 byggt fjölda vandaðra heimila fyrir ánægðar fjölskyldur. Áreiðanleiki, gæði og notagildi eru einkunnarorð fyrirtækisins. Meginmarkmið ÞG Íbúða ehf  er að skila góðu verki og eiga traust og áreiðanleg samskipti við viðskiptavini.

Hönnuðir:
Arkitektar hússins eru PKdM arkitektar. Stofan sem var stofnuð af Pálmari Kristmundssyni arkitekt hefur unnið til fjölda verðlauna hér heima og erlendis fyrir framúrskarandi hönnun.
Guðbjörg Magnúsdóttir, sem er meðal þekktustu innanhússhönnuða landsins, hannaði og sá um efnisval inn í allar íbúðir á 2-5 hæð húsanna.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35